Þetta staðfestir Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarkona forsætisráðherra í samtali við fréttastofu.
Mikil eyðilegging er á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar sem féllu fyrir helgi og var bærinn rýmdur. Viðbragðsaðilar og björgunarfólk var skimað fyrir kórónuveirunni í morgun auk fjölmiðlamanna sem voru fyrir austan, svo smit berist ekki inn í samfélagið
Engin virk smit eru á Austurlandi sem stendur.
Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði og verður íbúum á nokkrum svæðum bæjarins leyft að snúa aftur heim í dag. Enn er þó hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og verða þau áfram rýmd.
Íbúar hafa kallað eftir aðkomu ríkisstjórnarinnar að því að byggja samfélagið upp að nýju og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í síðustu viku að fullur vilji væri til þess.