Víglínan á hálendinu og í innflutningi landbúnaðarvara Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2020 16:30 Ekki er eining innan stjórnarflokkanna um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra sem enn er í nefnd eftir fyrstu umræðu í lok desember. Þá má finna andstöðu við frumvarpið víða utan þings eins og innan sveitarstjórna, þótt almennt sé mikill stuðningur við það í samfélaginu að stofnaður verði hálendinsþjóðgarður. Heimir Már Pétursson fréttmaður fær umhverfisráðherra og Smára McCarthy þingmann Pírata til sín í Víglínuna til að ræða þessi mál. En Smári hefur sagt að frumvarpið snúist allt of mikið um hömlur, boð og bönn sem muni gera fólki erfitt fyrir um að njóta hinnar fjölbreyttu náttúru sem er að finna á hálendinu. Smári Mc Carthy og Guðmundur Ingi Guðbrandsson eru báðir sammála um mikilvægi verndar hálendisins en greinir á um ýmislegt í útfærlu hálendisþjóðgarðs.Stöð 2/Einar Frumvarpið um hálendisþjóðgarð snertir á auðlindanýtingu en samkvæmt því er til að mynda reiknað með að Alþingi ljúki gerð rammaáætlunar III varðandi vernd og nýtingu virkjanakosta. Í frumvarpinu er fjallað um áframhaldandi nýtingu á afréttum og hvernig staðið skuli að ferðum og móttöku ferðamanna, svo dæmi séu tekin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður einnig gestur Víglínunnar í dag. En hann hefur nýlega óskað eftir því við Evrópusambandið að samningur sem tók gildi 2018 um inn- og útflutning landbúnaðarvara milli Íslands og ríkja Evrópusambandsins verði endurskoðaður vegna breyttra forsendna. Reynslan sýnir að íslenskir matvælaframleiðendur flytja lítið út en innflytjendur á Íslandi flytja mikið inn af landbúnaðarvörum og langt umfram tollfrjálsa kvóta. Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um breytingar á skipan sendiherra var samþykkt á Alþingi nýlega.Stöð 2/Einar Alþingi hefur einnig nýlega samþykkt frumvarp utanríkisráðherra um breytingar á lögum um skipan sendiherra sem meðal annars fela í sér að stöður þeirra verða auglýstar eins og önnur störf í utanríkisráðuneytinu og enginn verður lengur skipaður sendiherra ævinlangt. Þá skrifaði utanríkisráðherra nýlega undir nýjan loftferðasamning við Bretland sem tryggir flug milli landanna til framtíðar. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður einnig birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega að lokinni útsendingu. Umhverfismál Orkumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hálendisþjóðgarður fyrir sveitarfélögin Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. 15. desember 2020 16:56 Hálendið getur ekki beðið lengur Hvers vegna þarf að stofna þjóðgarð á hálendinu núna? Má það ekki bíða í nokkur ár svo ná megi þessari eftirsóttu „breiðu sátt” þar sem allir eru ánægðir? Svarið er því miður nei! Ýmsar ógnir steðja að hálendi Íslands og með því að klára málið síðar er hætt við að gildi og verðmæti hálendisins verði rýrt enn frekar. 15. desember 2020 13:00 Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttmaður fær umhverfisráðherra og Smára McCarthy þingmann Pírata til sín í Víglínuna til að ræða þessi mál. En Smári hefur sagt að frumvarpið snúist allt of mikið um hömlur, boð og bönn sem muni gera fólki erfitt fyrir um að njóta hinnar fjölbreyttu náttúru sem er að finna á hálendinu. Smári Mc Carthy og Guðmundur Ingi Guðbrandsson eru báðir sammála um mikilvægi verndar hálendisins en greinir á um ýmislegt í útfærlu hálendisþjóðgarðs.Stöð 2/Einar Frumvarpið um hálendisþjóðgarð snertir á auðlindanýtingu en samkvæmt því er til að mynda reiknað með að Alþingi ljúki gerð rammaáætlunar III varðandi vernd og nýtingu virkjanakosta. Í frumvarpinu er fjallað um áframhaldandi nýtingu á afréttum og hvernig staðið skuli að ferðum og móttöku ferðamanna, svo dæmi séu tekin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður einnig gestur Víglínunnar í dag. En hann hefur nýlega óskað eftir því við Evrópusambandið að samningur sem tók gildi 2018 um inn- og útflutning landbúnaðarvara milli Íslands og ríkja Evrópusambandsins verði endurskoðaður vegna breyttra forsendna. Reynslan sýnir að íslenskir matvælaframleiðendur flytja lítið út en innflytjendur á Íslandi flytja mikið inn af landbúnaðarvörum og langt umfram tollfrjálsa kvóta. Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um breytingar á skipan sendiherra var samþykkt á Alþingi nýlega.Stöð 2/Einar Alþingi hefur einnig nýlega samþykkt frumvarp utanríkisráðherra um breytingar á lögum um skipan sendiherra sem meðal annars fela í sér að stöður þeirra verða auglýstar eins og önnur störf í utanríkisráðuneytinu og enginn verður lengur skipaður sendiherra ævinlangt. Þá skrifaði utanríkisráðherra nýlega undir nýjan loftferðasamning við Bretland sem tryggir flug milli landanna til framtíðar. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður einnig birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega að lokinni útsendingu.
Umhverfismál Orkumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hálendisþjóðgarður fyrir sveitarfélögin Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. 15. desember 2020 16:56 Hálendið getur ekki beðið lengur Hvers vegna þarf að stofna þjóðgarð á hálendinu núna? Má það ekki bíða í nokkur ár svo ná megi þessari eftirsóttu „breiðu sátt” þar sem allir eru ánægðir? Svarið er því miður nei! Ýmsar ógnir steðja að hálendi Íslands og með því að klára málið síðar er hætt við að gildi og verðmæti hálendisins verði rýrt enn frekar. 15. desember 2020 13:00 Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Hálendisþjóðgarður fyrir sveitarfélögin Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. 15. desember 2020 16:56
Hálendið getur ekki beðið lengur Hvers vegna þarf að stofna þjóðgarð á hálendinu núna? Má það ekki bíða í nokkur ár svo ná megi þessari eftirsóttu „breiðu sátt” þar sem allir eru ánægðir? Svarið er því miður nei! Ýmsar ógnir steðja að hálendi Íslands og með því að klára málið síðar er hætt við að gildi og verðmæti hálendisins verði rýrt enn frekar. 15. desember 2020 13:00
Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ 14. desember 2020 16:05