Innlent

Síðasti þáttur Sprengisands fyrir jól

Sylvía Hall skrifar

Síðasti þáttur Sprengisands fyrir jól hefst á Bylgjunni í dag klukkan 10. Þar verður farið yfir víðan völl og ýmislegt gert upp fyrir jólin.

Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs ætlar að fjalla um afskiptasemi Seðlabankastjóra af fjárfestingum lífeyrissjóða og tala margt fleira um stöðu og hlutverk sjóðanna.

Þá mæta þau Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Guðjón Sigurbjartsson, stjórnarmaður í Neytendasamtökunum, og ræða nýja matvælastefnu, riftun á tollasamningi um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið og fleira sem tengist landbúnaðarvörum og framleiðslu þeirra.

Að lokum mæta þeir Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Tryggvi Felixson formaður Landverndar og halda áfram umræðu um Hálendisþjóðgarð, orkuáform á hálendinu og friðun stórs hluta Íslands fyrir stórframkvæmdum.

Sprengisandur er venju samkvæmt á dagskrá á Bylgjunni frá klukkan 10 til 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×