Innlent

Þór­ólfur fékk nei­kvæða niður­stöðu úr sýna­töku

Atli Ísleifsson skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku dagsins í gær. Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti landlæknis sem barst í gærkvöldi.

Áður hafði verið greint frá því að Þórólfur og tveir aðrir starfsmenn á sóttvarnasviði embættis landlæknis væru komnir í sjö daga sóttkví eftir að smit kom upp á vinnustaðnum.

Þórólfur mun fara í aðra sýnatöku að öllum líkindum á sjöunda degi sóttkvíar og verði niðurstaðan þar neikvæð verður hann laus úr sóttkví.

Ekki liggur fyrir um niðurstöður úr sýnatöku hinna starfsmannanna tveggja á sóttvarnasviði sem fóru í sóttkví í gær.


Tengdar fréttir

Þórólfur í sóttkví vegna smits hjá embætti landlæknis

Þrír starfsmenn á sóttvarnasviði embættis landlæknis eru komnir í sóttkví. Það er eftir að Covid-19 smit greindist á vinnustaðnum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er meðal þeirra sem er í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×