Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þurrt að kalla sunnan- og vestalands. Lægir heldur austantil síðdegis og dregur úr vætu. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast syðst.
„Norðlæg átt, 15-23 m/s og snjókoma eða slydda á N-verðu landinu á morgun, en hægara og léttskýjað aunnan heiða. Kólnandi veður.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðan og norðaustan 15-23 m/s, hvassast og snjókoma á Vestfjörðum, annars rigning eða slydda á N- og A-landi og hiti kringum frostmark. Hægari norðanátt og bjart með köflum syðra og hiti 1 til 7 stig.
Á sunnudag og mánudag (vetrarsólstöður): Allhvöss eða hvöss norðanátt með snjókomu eða éljagangi, en hægara og léttskýjað sunnan heiða. Kólnandi veður.
Á þriðjudag: Minnkandi norðlæg átt, stöku él og talsvert frost.
Á miðvikudag (Þorláksmessa): Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt, él á víð og dreif og áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með slyddu eða rigningu á V-verðu landinu seinni partinn og hlýnar heldur í veðri.