Samheldni á Seyðisfirði Samúel Karl Ólason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. desember 2020 20:33 Enn eru hreyfingar í fjallinu og er spá áframhaldandi rigningu. Einhverjar hreyfingar hafa verið í fjallinu á Seyðisfirði í kvöld. Það mun þó ekki vera mikið en mikið myrkur er og ekki hægt að skoða fjallið vel. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir litlar hreyfingar hafa verið í fjallinu í allan dag. Í tilkynningu sem Kristján sendi fyrr í kvöld segir að staðan verði tekin að nýju í fyrramálið og þá verði ljóst hvort íbúum sé óhætt að fara í hús sem hafa verið rýmd og huga að eigum sínum. Enn spáir áframhaldandi rigningu. Íbúar á Seyðisfirði segja samheldni mikla en rætt var við nokkra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins, segir fólk standa sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Guðjón Sigurðsson, stjórnarmaður sömu deildar, segir um 50 til 60 manns hafa leitað í Fjöldahjálparstöðina. Einnig var rætt við Jón Ólafsson sem sagði frá því að ein aurskriða hefði komið niður hjá húsi hans og fyllt lækinn þar við hliðina. „Lóðin full af drullu og ég má ekki fara heim. Það er beygur í mörgum. Annars eru menn bara rólegir og reyna að hjálpa hvorum öðrum,“ sagði Jón. Aðspurður hvort það væri beygur í honum sagði hann svo ekki vera. „Ekkert voðalega.“ Arnar Vilhjálmsson sem vann á gröfu á Seyðisfirði í dag sagði hreinsunarvinnuna ganga hægt og þá vegna þess hve mikið efni bærist úr hlíðinni. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði.Vísir/Egill Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, er einn þeirra sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt. Hann segist jafnvel gera ráð fyrir því að þurfa að rífa aðra hæð hússins vegna skriðanna. „Það er voða þægilegt að hafa eitthvað að gera,“ segir hann. Þetta væri bara verkefni sem þyrfti að vinna. Hann sagði góðan hug í bæjarbúum og samheldni meðal þeirra. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari, hefur lengi haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um mögulega verkferla. Hún segir að þau svör sem hún hafi fengið hafi verið á þá leið að mjög lítil hætta væri á skriðum. Það þyrfti hamfararigningar til og þær kæmu kannski á hundrað ára fresti. „Það er greinilega þetta hundraðasta ár núna,“ segir Guðrún. Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll. Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. 17. desember 2020 12:42 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í tilkynningu sem Kristján sendi fyrr í kvöld segir að staðan verði tekin að nýju í fyrramálið og þá verði ljóst hvort íbúum sé óhætt að fara í hús sem hafa verið rýmd og huga að eigum sínum. Enn spáir áframhaldandi rigningu. Íbúar á Seyðisfirði segja samheldni mikla en rætt var við nokkra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Berglind Sveinsdóttir, formaður Múlasýsludeildar Rauða krossins, segir fólk standa sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Guðjón Sigurðsson, stjórnarmaður sömu deildar, segir um 50 til 60 manns hafa leitað í Fjöldahjálparstöðina. Einnig var rætt við Jón Ólafsson sem sagði frá því að ein aurskriða hefði komið niður hjá húsi hans og fyllt lækinn þar við hliðina. „Lóðin full af drullu og ég má ekki fara heim. Það er beygur í mörgum. Annars eru menn bara rólegir og reyna að hjálpa hvorum öðrum,“ sagði Jón. Aðspurður hvort það væri beygur í honum sagði hann svo ekki vera. „Ekkert voðalega.“ Arnar Vilhjálmsson sem vann á gröfu á Seyðisfirði í dag sagði hreinsunarvinnuna ganga hægt og þá vegna þess hve mikið efni bærist úr hlíðinni. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði.Vísir/Egill Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, er einn þeirra sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt. Hann segist jafnvel gera ráð fyrir því að þurfa að rífa aðra hæð hússins vegna skriðanna. „Það er voða þægilegt að hafa eitthvað að gera,“ segir hann. Þetta væri bara verkefni sem þyrfti að vinna. Hann sagði góðan hug í bæjarbúum og samheldni meðal þeirra. Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari, hefur lengi haft áhyggjur af mögulegum skriðuföllum og kallað eftir upplýsingum um mögulega verkferla. Hún segir að þau svör sem hún hafi fengið hafi verið á þá leið að mjög lítil hætta væri á skriðum. Það þyrfti hamfararigningar til og þær kæmu kannski á hundrað ára fresti. „Það er greinilega þetta hundraðasta ár núna,“ segir Guðrún. Sveitarstjóri Múlaþings segist sammála því að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll.
Múlaþing Almannavarnir Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44 Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. 17. desember 2020 12:42 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08
Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. 17. desember 2020 14:44
Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag. 17. desember 2020 12:42