Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Kolbeinn Tumi Daðason, Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. desember 2020 14:44 Davíð Kristinsson er varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Vísir/Egill Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga. Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga.
Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira