Guðmundur talar um byltingu á stöðu yngri leikmanna landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 15:30 Guðmundur Guðmundsson er á leið með á sitt þriðja stórmót með Ísland síðan hann tók við liðinu í þriðja sinn 2018. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson kveðst afar ánægður með þau skref sem yngri leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa tekið á síðustu árum og talar um byltingu í þeim efnum. „Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að ræða þetta. Það sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu 2018 er ákveðin bylting,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti æfingahóp Íslands fyrir HM í Egyptalandi. „Ég ræddi við marga ykkar þegar ég tók við liðinu og við stóðum frammi fyrir því að byggja upp nýtt lið. Það fórum við svo sannarlega í. Það sem hefur svo gerst í kjölfarið að margir af þessum yngri leikmönnum eru að fara á sitt þriðja stórmót. En það er ekki bara það sem hefur gerst. Þeir hafa líka tekið skref inn í atvinnumennsku og bætt sig stórkostlega þar tel ég. Það er hægt að tala um byltingu hvað þetta varðar.“ Guðmundur fagnar því hversu margir leikmenn hafa farið í atvinnumennsku síðan hann tók við landsliðinu. „Árið 2018 voru fjölmargir leikmenn heima og ég man að ég hélt úti æfingum með þá og kom þeim inn í þá leikaðferðafræði sem við stöndum fyrir. Síðan höfum við horft á þróunina. Alltaf fara fleiri erlendis og hafa náð að bæta og styrkja sig og verða hæfari og betri leikmenn,“ sagði Guðmundur. „Þetta er rosalega ánægjuleg þróun fyrir mig sem landsliðsþjálfara sem hefur fengið að koma að þessu verkefni. Ég talaði alltaf um 3-4 ár, að við myndum sjá breytingar á hópnum og það hefur gerst. Við höfum markvisst gefið þeim tækifæri og margir kornungir eru að fara á sitt þriðja stórmót. Það eru ekki mörg landslið í heiminum sem hafa farið þessa leið jafn markvisst og íslenska liðið.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM. Áður en íslenska liðið heldur til Egyptalands mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45 Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
„Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að ræða þetta. Það sem ég hef séð síðan ég tók við liðinu 2018 er ákveðin bylting,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti æfingahóp Íslands fyrir HM í Egyptalandi. „Ég ræddi við marga ykkar þegar ég tók við liðinu og við stóðum frammi fyrir því að byggja upp nýtt lið. Það fórum við svo sannarlega í. Það sem hefur svo gerst í kjölfarið að margir af þessum yngri leikmönnum eru að fara á sitt þriðja stórmót. En það er ekki bara það sem hefur gerst. Þeir hafa líka tekið skref inn í atvinnumennsku og bætt sig stórkostlega þar tel ég. Það er hægt að tala um byltingu hvað þetta varðar.“ Guðmundur fagnar því hversu margir leikmenn hafa farið í atvinnumennsku síðan hann tók við landsliðinu. „Árið 2018 voru fjölmargir leikmenn heima og ég man að ég hélt úti æfingum með þá og kom þeim inn í þá leikaðferðafræði sem við stöndum fyrir. Síðan höfum við horft á þróunina. Alltaf fara fleiri erlendis og hafa náð að bæta og styrkja sig og verða hæfari og betri leikmenn,“ sagði Guðmundur. „Þetta er rosalega ánægjuleg þróun fyrir mig sem landsliðsþjálfara sem hefur fengið að koma að þessu verkefni. Ég talaði alltaf um 3-4 ár, að við myndum sjá breytingar á hópnum og það hefur gerst. Við höfum markvisst gefið þeim tækifæri og margir kornungir eru að fara á sitt þriðja stórmót. Það eru ekki mörg landslið í heiminum sem hafa farið þessa leið jafn markvisst og íslenska liðið.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM. Áður en íslenska liðið heldur til Egyptalands mætir það Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45 Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. 15. desember 2020 11:45
Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13
Svona var æfingahópurinn fyrir HM tilkynntur Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:38