„Það er skelfilegt að eiga við þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 15. desember 2020 18:30 Svona köggla mátti sjá víða á þjóðvegi 1 á Norðurlandi vestra í dag. Vísir/Tryggvi Fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar. Framkvæmdastjóri Þróttar segir tjónið tilfinnanlegt fyrir utan þá hættu sem þessar aðstæður skapi. Litlar og stórar tjöruklessur hafa dreift sér á víð og dreif um þjóðveg 1 undanfarna daga vegna bikblæðinga. Talsvert tjón hefur orðið á bílum sem ekið hefur verið um þjóðveginn í þessu ásigkomulagi, ekki síst stórum flutningabílum. Framkvæmdastjóri Vörubílastöðvar innar Þróttar segir þrjá bíla frá fyrirtækinu illa leikna eftir akstur með fisk frá Dalvík til Reykjavíkur í gær. „Þetta er inn í bremsubúnaði. Þetta er ofan á honum. Við sjáum ekki olíutankinn. Þetta er inni í vélarrúmi, þetta er uppi í gírkassa. Þannig að við erum að horfa uppá hellings tjón við að þrífa þetta. Svo vitum við ekki umfangið á tjóninu. Hvort það sé bilun á bremsubúnaði, bilun á skynjurum sem er hellings peningur í,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri Þróttar. Stórtjón á Sauðárkróki Sömu sögu er að segja frá Sauðárkróki þar sem 14 flutningabílar Vörumiðlunar eru illa leiknir eftir að ekið um þjóðveg 1 undanfarna daga. „Þetta hleðst á raflagnir, þetta hleðst á loftlagnir, það er skelfilegt að eiga við þetta,“ segir Magnús E. Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar. Hann segist hafa látið Vegagerðina vita á sunnudaginn og spyr af hverju ekki hafi verið brugðist fyrr við af hennar hálfu. „Þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt að bregðast fyrr við og taka kannsi pínulítið mark á því þegar maður er að hringja inn,“ segir Magnús. Þeir telja báðir að það skorti svör frá Vegagerðinni um ástæður þessa ástands á þessum langa kafla. „Við erum að horfa á vegi annars staðar á landinu sem eru í fínu lagi. Nú eru hellings flutningar suður fyrir á firðina. Við erum ekki að sjá þetta þar. Þetta er á þessum kafla frá Vatnsskarði að Staðarskála,“ segir Stefán. Fyrir utan tjón á vörubílunum og öryggi bílstjóra þeirra varði þetta líka öryggi annarra vegfarenda. „Þú sérð það alveg.Það er ekki gott að vera á litlum fólksbíl og fá þetta framan á sig. Eða framan á dekkið á einhverjum hraða. Þetta skapar hættu, segir Stefán.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32 Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23 „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Litlar og stórar tjöruklessur hafa dreift sér á víð og dreif um þjóðveg 1 undanfarna daga vegna bikblæðinga. Talsvert tjón hefur orðið á bílum sem ekið hefur verið um þjóðveginn í þessu ásigkomulagi, ekki síst stórum flutningabílum. Framkvæmdastjóri Vörubílastöðvar innar Þróttar segir þrjá bíla frá fyrirtækinu illa leikna eftir akstur með fisk frá Dalvík til Reykjavíkur í gær. „Þetta er inn í bremsubúnaði. Þetta er ofan á honum. Við sjáum ekki olíutankinn. Þetta er inni í vélarrúmi, þetta er uppi í gírkassa. Þannig að við erum að horfa uppá hellings tjón við að þrífa þetta. Svo vitum við ekki umfangið á tjóninu. Hvort það sé bilun á bremsubúnaði, bilun á skynjurum sem er hellings peningur í,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri Þróttar. Stórtjón á Sauðárkróki Sömu sögu er að segja frá Sauðárkróki þar sem 14 flutningabílar Vörumiðlunar eru illa leiknir eftir að ekið um þjóðveg 1 undanfarna daga. „Þetta hleðst á raflagnir, þetta hleðst á loftlagnir, það er skelfilegt að eiga við þetta,“ segir Magnús E. Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar. Hann segist hafa látið Vegagerðina vita á sunnudaginn og spyr af hverju ekki hafi verið brugðist fyrr við af hennar hálfu. „Þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt að bregðast fyrr við og taka kannsi pínulítið mark á því þegar maður er að hringja inn,“ segir Magnús. Þeir telja báðir að það skorti svör frá Vegagerðinni um ástæður þessa ástands á þessum langa kafla. „Við erum að horfa á vegi annars staðar á landinu sem eru í fínu lagi. Nú eru hellings flutningar suður fyrir á firðina. Við erum ekki að sjá þetta þar. Þetta er á þessum kafla frá Vatnsskarði að Staðarskála,“ segir Stefán. Fyrir utan tjón á vörubílunum og öryggi bílstjóra þeirra varði þetta líka öryggi annarra vegfarenda. „Þú sérð það alveg.Það er ekki gott að vera á litlum fólksbíl og fá þetta framan á sig. Eða framan á dekkið á einhverjum hraða. Þetta skapar hættu, segir Stefán.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32 Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23 „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32
Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23
„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08