Varar við „spekúlasjónum“ um nýja afbrigðið í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2020 13:49 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur að fara eigi varlega í vangaveltur um nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem skotið hefur upp kollinum í Bretlandi, áður en áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir. Fjölmargar og mismunandi stökkbreytingar af veirunni séu þekktar. Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45
Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06
Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50