Guðmundur hefur sérstakar áhyggjur af ferðalaginu aftur til baka til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 11:45 Guðmundur Guðmundsson er út í Þýskalandi þar sem hann þjálfar lið MT Melsungen. Getty/Andreas Gora Íslenska handboltalandsliðið þarf að ferðast um Evrópu rétt fyrir HM í Egyptalandi og það hefur mikla smithættu í för með sér. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti HM hópinn sinn í dag og talaði þá líka um sérstakan undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í janúar. Íslenska landsliðið þarf að spila tvo leiki í undankeppni EM rétt fyrir brottför sína til Egyptalands og inn í því eru ferðalög frá Íslandi til Portúgals aftur til Íslands og loks út til Egyptalands. Öllum þessum ferðalögum fylgir auðvitað mikil smithætta og um leið hætta á að leikmenn missi af heimsmeistaramótinu rétt fyrir mót eða allt íslenska liðið endi í sóttkví. „Það er með ólíkindum að það sé settir svona erfiðir leikir fyrir HM en þetta eru auðvitað ekki einfaldir leikir við Portúgal,“ sagði Guðmundur Guðmundsson á fjarfundi með blaðamönnum í dag. „Þetta eru löng ferðalög og það er mjög erfitt að komast frá landinu og til landsins. Við höfum sérstakar áhyggjur af ferðalagi okkar aftur til baka til Íslands frá Portúgal þann 5. janúar,“ sagði Guðmundur. „Það ferðalag gæti reynst okkur mjög erfitt að komast aftur til Íslands. Möguleiki er á því að við þyrftum að gista og þar með erum við búnir að tapa mjög mikilvægum degi í undirbúningi, bæði fyrir seinni leikinn við Portúgal og samhliða fyrir HM,“ sagði Guðmundur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er mjög sérstakt að horfa á þetta plan og sjá að við erum að fara spila þrisvar við Portúgal á níu dögum og í þremur mismunandi löndum. Á miðjum Covid tímum þá er þetta ekki einfalt mál,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að skrifstofa HSÍ vinni í því að skipuleggja þetta sem best og að hann og strákarnir ætli sér að gera það besta úr þeim möguleikum sem eru í boði. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti HM hópinn sinn í dag og talaði þá líka um sérstakan undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í janúar. Íslenska landsliðið þarf að spila tvo leiki í undankeppni EM rétt fyrir brottför sína til Egyptalands og inn í því eru ferðalög frá Íslandi til Portúgals aftur til Íslands og loks út til Egyptalands. Öllum þessum ferðalögum fylgir auðvitað mikil smithætta og um leið hætta á að leikmenn missi af heimsmeistaramótinu rétt fyrir mót eða allt íslenska liðið endi í sóttkví. „Það er með ólíkindum að það sé settir svona erfiðir leikir fyrir HM en þetta eru auðvitað ekki einfaldir leikir við Portúgal,“ sagði Guðmundur Guðmundsson á fjarfundi með blaðamönnum í dag. „Þetta eru löng ferðalög og það er mjög erfitt að komast frá landinu og til landsins. Við höfum sérstakar áhyggjur af ferðalagi okkar aftur til baka til Íslands frá Portúgal þann 5. janúar,“ sagði Guðmundur. „Það ferðalag gæti reynst okkur mjög erfitt að komast aftur til Íslands. Möguleiki er á því að við þyrftum að gista og þar með erum við búnir að tapa mjög mikilvægum degi í undirbúningi, bæði fyrir seinni leikinn við Portúgal og samhliða fyrir HM,“ sagði Guðmundur. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er mjög sérstakt að horfa á þetta plan og sjá að við erum að fara spila þrisvar við Portúgal á níu dögum og í þremur mismunandi löndum. Á miðjum Covid tímum þá er þetta ekki einfalt mál,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að skrifstofa HSÍ vinni í því að skipuleggja þetta sem best og að hann og strákarnir ætli sér að gera það besta úr þeim möguleikum sem eru í boði.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13 Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Alexander óvænt með í HM-æfingahóp íslenska handboltalandsliðsins Guðmundur Guðmundsson valdi í dag landsliðshópinn sinn sem mun taka þátt í undirbúninginum fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði. 15. desember 2020 11:13