Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2020 10:01 Björn Árnason og tómur Skúli craft bar, eins og hann hefur verið síðan 4. október. Vísir/Vilhelm Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag. Björn Árnason og Arnar Þór Gíslason, sem reka krár í miðbæ Reykjavíkur, skilja ekkert í því hvers vegna þeir fá ekki að selja gestum bjór líkt og veitingastaðir, kaffihús og hótelbarir. „Við vonum að þeir hafi fattað okkar rökstuðning,“ segir Arnar Þór. Stífar reglur sem gilda á krám eins og veitingastöðum Krár hafa verið lokaðar í miðbænum frá 4. október. Lokað var í tvo mánuði í fyrstu bylgju Covid-19 og nú stefnir í að lokað verði til 12. janúar hið minnsta. Björn Árnason rekur Skúla Craft bar við Fógetatorg í Aðalstræti. Hann hélt á langþráðan fund á föstudaginn með Arnari Þór Gíslasyni, sem rekur meðal annars Irishman Pub, Kalda bar, Enska barinn og þann danska. Hinum megin við borðið sátu fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins, ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Arnar Þór rekur meðal annars Irishman Pub við Klapparstíg. Vísir/Vilhelm „Við kölluðum eftir þessum fundi. Við vildum ræða hvers vegna krár, þar sem fólk situr við borð eins og á veitingastað, mættu ekki verið með opið eins og kaffihús og hótelbarir þar sem fólk situr í sama tilgangi og á krám,“ segir Björn. Hann bendir á að reglurnar væru þær sömu hvort sem um sé að ræða veitingastað, kaffihús eða krá. Tveggja metra regla, fimmtán manns að hámarki í hóp, starfsmenn með grímur og opið til klukkan 22. Líklega færri snertifletir Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins og sóttvarnalæknis útskýrðu fyrir þeim að krár og skemmtistaðir væru í hæsta áhættuhópi þegar kæmi að smithættu. Arnar Þór segir þá félaga skilja það fullkomlega, á þeim tímum sem engar reglur eru í gildi. Fólk sótölvað á dansgólfi í faðmlögum og kossaflensi. Reglur í samfélaginu bjóði ekkert upp á slíkt. „Hjá okkur væru það líka fimmtán manns í hverju rými, spritt og grímur. Við sjáum ekki muninn á þessu. Þeir fatta ekki að skilgreina veitingahús, kaffihús og krár undir einn hatt,“ segir Arnar Þór. Lebowski við Laugaveg sem Arnar Þór rekur. Þar er veitingaleyfi og fyrir vikið hægt að selja áfenga drykki til klukkan 22 á kvöldin eins og á öðrum veitingastöðum.Vísir/Vilhelm Þarna sé jafnræðisreglu ekki gætt. „Það er enginn munur og líklega eru snertifletirnir færri hjá okkur ef eitthvað er,“ segir Arnar Þór. Vísar hann til þess að á veitingastöðum séu hnífapör og alls konar vín- og matseðlar sem auki snertiflötum. Ekki að hann fagni ekki að veitingahúsin fái að hafa opið. Öryggið sé engu minna á kránum. „Þar erum við líka með dyravörð sem er ekki á hinum stöðunum.“ Þarf að bíða eftir hjarðónæmi? Björn upplifði fundinn þannig að fulltrúi sóttvarnalæknis hefði hlustað á þeirra rök en sagst vera ósammála þeim. „Hún sagðist hafa vitað fyrir fundinn að hún væri ósammála okkur, það var hennar teik. Hún var búin að ákveða það fyrir fundinn,“ segir Björn eilítið hissa á því viðhorfi. Fulltrúi ráðuneytisins hafi verið opnari fyrir umræðunni. Hótelbarinn á Nordica hefur verið nokkuð vinsæll samkomustaður á meðan krár eru lokaðar. Langt er þó síðan túristastrætó var ekið þar fram hjá.Vísir/Hanna „Mér fannst við fá smá hljómgrunn hjá fulltrúa heilbrigðisráðherra,“ segir Björn. Þá aðallega hvernig ekki væri hægt að bera krár á hömlulausum tímum saman við þegar skýrar reglur um samkomutakmarkarnir og fjarlægðir gilda. Það hafi verið vonbrigði að fá ekki að opna að neinu leyti fyrir jól. Sömuleiðis þegar í ljós kom að aðgerðirnar áttu að gilda til 12. janúar. Hingað til hafi aðgerðir yfirleitt staðið í tvær vikur en nú fari það nær fimm vikum. Fólk hringi endurtekið og vilji bóka borð. Þau geti ekkert gert. Skúli craft bar stendur við Fógetagarðinn sem kenndur er við Skúla Magnússon fógeta.Vísir/Vilhelm „Smitum er að fækka, stærra hlutfall er kominn í sóttkví. Þurfum við að bíða eftir að allir verði komnir með mótefni?“ spyr Björn. Selur bjór á Lebowski en má ekki opna Kalda „Við vonum að þeir hafi fattað okkar rökstuðning. Við skiljum að barir, dansgólf og annað er hættulegt ef það eru engar reglur,“ segir Arnar Þór sem er að einhverju leyti beggja vegna borðsins. Hann rekur Lebowski bar á Laugaveginum sem er í veitingasölu, selur alls kyns hamborgara, og þar skipta þeir staðnum í tvö fimmtán manna hólf með sér klósettum. Þar er hægt að kaupa bjór, happy hour lifir góðu lífi og fólk getur sötrað til 22. Handan við hornið er Kaldi sem Arnar Þór rekur líka. Þar segir hann vel hægt að skipta staðnum í tvö hólf, líklega kæmust níu til tíu í hvort hólf. En öryggið væri ekki minna, líklega meira. Lokað hefur verið á English Pub síðan 4. október.Vísir/Kolbeinn Tumi „Það væri miklu betra að vera þar en inni á veitingastað. Við værum alltaf með dyravörð,“ segir Arnar Þór. Þeir staðir sem eru skilgreindir sem krár fá þannig ekki að hafa opið en barir með veitingaleyfi geta boðið gestum öl og með því. Ekkert annað sé í stöðunni en að lögsækja vegna þessarar mismununar. Það sé hans upplifun að fulltrúar sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið á fundinum og fattað að þeir hefðu ýmislegt til síns máls. „Þeir föttuðu allt í einu að við höfðum rétt fyrir okkur. Það má hrósa þeim fyrir að gefa sér tíma til að hlusta á okkur.“ Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Björn Árnason og Arnar Þór Gíslason, sem reka krár í miðbæ Reykjavíkur, skilja ekkert í því hvers vegna þeir fá ekki að selja gestum bjór líkt og veitingastaðir, kaffihús og hótelbarir. „Við vonum að þeir hafi fattað okkar rökstuðning,“ segir Arnar Þór. Stífar reglur sem gilda á krám eins og veitingastöðum Krár hafa verið lokaðar í miðbænum frá 4. október. Lokað var í tvo mánuði í fyrstu bylgju Covid-19 og nú stefnir í að lokað verði til 12. janúar hið minnsta. Björn Árnason rekur Skúla Craft bar við Fógetatorg í Aðalstræti. Hann hélt á langþráðan fund á föstudaginn með Arnari Þór Gíslasyni, sem rekur meðal annars Irishman Pub, Kalda bar, Enska barinn og þann danska. Hinum megin við borðið sátu fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins, ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Arnar Þór rekur meðal annars Irishman Pub við Klapparstíg. Vísir/Vilhelm „Við kölluðum eftir þessum fundi. Við vildum ræða hvers vegna krár, þar sem fólk situr við borð eins og á veitingastað, mættu ekki verið með opið eins og kaffihús og hótelbarir þar sem fólk situr í sama tilgangi og á krám,“ segir Björn. Hann bendir á að reglurnar væru þær sömu hvort sem um sé að ræða veitingastað, kaffihús eða krá. Tveggja metra regla, fimmtán manns að hámarki í hóp, starfsmenn með grímur og opið til klukkan 22. Líklega færri snertifletir Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins og sóttvarnalæknis útskýrðu fyrir þeim að krár og skemmtistaðir væru í hæsta áhættuhópi þegar kæmi að smithættu. Arnar Þór segir þá félaga skilja það fullkomlega, á þeim tímum sem engar reglur eru í gildi. Fólk sótölvað á dansgólfi í faðmlögum og kossaflensi. Reglur í samfélaginu bjóði ekkert upp á slíkt. „Hjá okkur væru það líka fimmtán manns í hverju rými, spritt og grímur. Við sjáum ekki muninn á þessu. Þeir fatta ekki að skilgreina veitingahús, kaffihús og krár undir einn hatt,“ segir Arnar Þór. Lebowski við Laugaveg sem Arnar Þór rekur. Þar er veitingaleyfi og fyrir vikið hægt að selja áfenga drykki til klukkan 22 á kvöldin eins og á öðrum veitingastöðum.Vísir/Vilhelm Þarna sé jafnræðisreglu ekki gætt. „Það er enginn munur og líklega eru snertifletirnir færri hjá okkur ef eitthvað er,“ segir Arnar Þór. Vísar hann til þess að á veitingastöðum séu hnífapör og alls konar vín- og matseðlar sem auki snertiflötum. Ekki að hann fagni ekki að veitingahúsin fái að hafa opið. Öryggið sé engu minna á kránum. „Þar erum við líka með dyravörð sem er ekki á hinum stöðunum.“ Þarf að bíða eftir hjarðónæmi? Björn upplifði fundinn þannig að fulltrúi sóttvarnalæknis hefði hlustað á þeirra rök en sagst vera ósammála þeim. „Hún sagðist hafa vitað fyrir fundinn að hún væri ósammála okkur, það var hennar teik. Hún var búin að ákveða það fyrir fundinn,“ segir Björn eilítið hissa á því viðhorfi. Fulltrúi ráðuneytisins hafi verið opnari fyrir umræðunni. Hótelbarinn á Nordica hefur verið nokkuð vinsæll samkomustaður á meðan krár eru lokaðar. Langt er þó síðan túristastrætó var ekið þar fram hjá.Vísir/Hanna „Mér fannst við fá smá hljómgrunn hjá fulltrúa heilbrigðisráðherra,“ segir Björn. Þá aðallega hvernig ekki væri hægt að bera krár á hömlulausum tímum saman við þegar skýrar reglur um samkomutakmarkarnir og fjarlægðir gilda. Það hafi verið vonbrigði að fá ekki að opna að neinu leyti fyrir jól. Sömuleiðis þegar í ljós kom að aðgerðirnar áttu að gilda til 12. janúar. Hingað til hafi aðgerðir yfirleitt staðið í tvær vikur en nú fari það nær fimm vikum. Fólk hringi endurtekið og vilji bóka borð. Þau geti ekkert gert. Skúli craft bar stendur við Fógetagarðinn sem kenndur er við Skúla Magnússon fógeta.Vísir/Vilhelm „Smitum er að fækka, stærra hlutfall er kominn í sóttkví. Þurfum við að bíða eftir að allir verði komnir með mótefni?“ spyr Björn. Selur bjór á Lebowski en má ekki opna Kalda „Við vonum að þeir hafi fattað okkar rökstuðning. Við skiljum að barir, dansgólf og annað er hættulegt ef það eru engar reglur,“ segir Arnar Þór sem er að einhverju leyti beggja vegna borðsins. Hann rekur Lebowski bar á Laugaveginum sem er í veitingasölu, selur alls kyns hamborgara, og þar skipta þeir staðnum í tvö fimmtán manna hólf með sér klósettum. Þar er hægt að kaupa bjór, happy hour lifir góðu lífi og fólk getur sötrað til 22. Handan við hornið er Kaldi sem Arnar Þór rekur líka. Þar segir hann vel hægt að skipta staðnum í tvö hólf, líklega kæmust níu til tíu í hvort hólf. En öryggið væri ekki minna, líklega meira. Lokað hefur verið á English Pub síðan 4. október.Vísir/Kolbeinn Tumi „Það væri miklu betra að vera þar en inni á veitingastað. Við værum alltaf með dyravörð,“ segir Arnar Þór. Þeir staðir sem eru skilgreindir sem krár fá þannig ekki að hafa opið en barir með veitingaleyfi geta boðið gestum öl og með því. Ekkert annað sé í stöðunni en að lögsækja vegna þessarar mismununar. Það sé hans upplifun að fulltrúar sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið á fundinum og fattað að þeir hefðu ýmislegt til síns máls. „Þeir föttuðu allt í einu að við höfðum rétt fyrir okkur. Það má hrósa þeim fyrir að gefa sér tíma til að hlusta á okkur.“
Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira