Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 22:14 Dekk flutningabíla þakin því sem blæddi úr klæðningu vegarins. Mynd/Facebook Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira