Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 22:14 Dekk flutningabíla þakin því sem blæddi úr klæðningu vegarins. Mynd/Facebook Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira