Laun Katrínar Jakobsdóttur hækka um 73 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2020 15:07 Katrín og fleiri ráðherrar á góðri stundu. Um áramótin fá þau svo öll dágóða launahækkun, þingmenn og ráðherrar. vísir/vilhelm Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4 prósent um áramótin. Það þýðir hækkun um fjörutíu þúsund krónur á grunnþingafararkaup sem segir þó ekki nema hálfa söguna því um er að ræða prósentuhækkun sem leggst ofan á viðbætur sem þingmenn eru vegna formennsku í nefndum og þess háttar, sem er álag ofan á grunnþingfararkaupið. Svo dæmi sé tekið þá hækka laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónum sem er um 73 þúsund króna launahækkun. Ráðherrar hækka um 66 þúsund krónur. Hækkunin núna er hækkun sem var frestað í vor. Henni var frestað vegna Covid-ástandsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lagði fram fyrirspurn um hvernig þessu máli liði og var nú fyrst að fá svar við henni. Björn Leví og Smári McCarthy. Píratar lögðu það til að þessari tilteknu launahækkun yrði einfaldlega sleppt en þingheimur hafði lítinn sem engan áhuga á þeirri hugmynd.vísir/vilhelm „Það tók rúma viku fyrir fjármálaráðuneytið að svara þessari fyrirspurn, merkilegt nokk því þetta hefur væntanlega legið fyrir frá því um mitt þetta ár því Hagstofan á að reikna þetta út,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En hann hefur gert þetta að umfjöllunarefni á Facebooksíðu sinni. Þar höfum við það. Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4% um áramótin (~40 þúsund kr). Hækkun sem átti að gerast 1....Posted by Björn Leví Gunnarsson on Mánudagur, 14. desember 2020 Björn Leví telur að róið hafi verið að því öllum árum að þessi hækkun færi ekki hátt. Og svo stendur til að hækka laun þingheims aftur 1. júlí miðað við launaþróun ríkisins árið 2020. „Það er núll gagnsæi í þessu. Við höfum ekki hugmynd um forsendur þessara útreikninga. Við sjáum ekkert hvað liggur að baki þeirra og Hagstofan gefur útreikningana ekki út opinberlega svo ég sjái, að minnsta kosti.“ Píratar gerðu tillögu um að þessar launahækkanir yrðu slegnar af, ekki frestað, vegna ástandsins í þjóðfélaginu. En þingheimur var ekki spenntur fyrir þeirri tillögu. Alþingi Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Svo dæmi sé tekið þá hækka laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónum sem er um 73 þúsund króna launahækkun. Ráðherrar hækka um 66 þúsund krónur. Hækkunin núna er hækkun sem var frestað í vor. Henni var frestað vegna Covid-ástandsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata lagði fram fyrirspurn um hvernig þessu máli liði og var nú fyrst að fá svar við henni. Björn Leví og Smári McCarthy. Píratar lögðu það til að þessari tilteknu launahækkun yrði einfaldlega sleppt en þingheimur hafði lítinn sem engan áhuga á þeirri hugmynd.vísir/vilhelm „Það tók rúma viku fyrir fjármálaráðuneytið að svara þessari fyrirspurn, merkilegt nokk því þetta hefur væntanlega legið fyrir frá því um mitt þetta ár því Hagstofan á að reikna þetta út,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. En hann hefur gert þetta að umfjöllunarefni á Facebooksíðu sinni. Þar höfum við það. Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4% um áramótin (~40 þúsund kr). Hækkun sem átti að gerast 1....Posted by Björn Leví Gunnarsson on Mánudagur, 14. desember 2020 Björn Leví telur að róið hafi verið að því öllum árum að þessi hækkun færi ekki hátt. Og svo stendur til að hækka laun þingheims aftur 1. júlí miðað við launaþróun ríkisins árið 2020. „Það er núll gagnsæi í þessu. Við höfum ekki hugmynd um forsendur þessara útreikninga. Við sjáum ekkert hvað liggur að baki þeirra og Hagstofan gefur útreikningana ekki út opinberlega svo ég sjái, að minnsta kosti.“ Píratar gerðu tillögu um að þessar launahækkanir yrðu slegnar af, ekki frestað, vegna ástandsins í þjóðfélaginu. En þingheimur var ekki spenntur fyrir þeirri tillögu.
Alþingi Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00