Nets-tvíeykið er farið af stað, Giannis á eftir að skrifa undir og óvænt stjarna hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 16:00 Kevin Durant og Kyrie Irving léku í fyrsta sinn saman hjá Brooklyn Nets þann 13. desember. Sarah Stier/Getty Images Eftir vægast sagt stutt „sumarfrí“ eru lið NBA-deildarinnar í körfubolta farin að undirbúa komandi tímabil. Þann 12. des hófu liðin að leika æfingaleiki og eru nokkrir hlutir sem vekja strax athygli. Þar ber hæst að Brooklyn Nets-tvíeykið er þegar byrjað að stilla saman strengi. Hér er um að ræða þá Kevin Durant og Kyrie Irving, sá fyrrnefndi hefur ekki leikið í 18 mánuði. Durant lék 24 mínútur í fimm stiga sigri Nets á Washington Wizards í fyrsta æfingaleik tímabilsins. Lokatölur leiksins 119-114 þar sem Durant skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Irving skoraði 18 stig og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 17 mínútum sem hann lék. 15 for @KDTrey5 in his @BrooklynNets debut! pic.twitter.com/GynywniKsz— NBA (@NBA) December 14, 2020 Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig Steve Nash gengur í sínu fyrsta starfi sem þjálfari en ef þeir Durant og Irving verða upp á sitt besta í vetur má reikna með fantagóðu Brooklyn-liði. Meistarar Los Angeles Lakers hafa unnið nágranna sína í Clippers tvívegis nú á þremur dögum. Hvorki LeBron James né Anthony Davis hafa leikið með liðinu til þessa. Fyrri leikinn van Lakers 87-81 en þann síðari 131-106. Í síðari leik liðanna var það hinn tvítugi Talen Horton-Tucker sem stal senunni. Hann lék 41 mínútu og gerði 33 stig ásamt því að tíu fráköst. Enginn leikmaður vallarins skoraði fleiri stig né tók fleiri fráköst. Var hann einnig stigahæstur í fyrri leiknum, þá með 19 stig. Talen Horton-Tucker (@Thortontucker) GOES OFF in the @Lakers win! #NBAPreseason33 PTS | 10 REB | 4 AST | 4-5 3PM pic.twitter.com/F4KOLfDNM4— NBA (@NBA) December 14, 2020 Milwaukee Bucks og Dallas Mavericks eru búin með einn af tveimur æfingaleikjum sínum. Þó svo að Giannis Antetokounmpo hafi verið með tvöfalda tvennu - 25 stig og tíu fráköst - þá vann Dallas samt tíu stiga sigur, 112-102. Athygli vekur þó að Giannis á enn eftir að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Bucks. Ef hann skrifar ekki undir fyrir 21. desember getur hann samið við annað lið næsta sumar. 25 points in 25 mins.The back-to-back MVP at work: pic.twitter.com/UUDoumHLKa— Milwaukee Bucks (@Bucks) December 13, 2020 Hjá Dallas var Luka Dončić að sjálfsögðu stigahæstur í liði Dallas með 13 stig á þeim 16 mínútum sem hann lék. Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í liði Dallas. NBA-deildin fer af stað á nýjan leik þann 23. desember og þá fyrst skiptir máli hvernig leikur Lakers og Clippers fer en liðin mætast strax í fyrstu umferð deildarinnar. Deildinni er þannig skipt upp á komandi tímabili að fyrri hluti hennar verður leikinn 22. desember til 4. mars. Þá kemur hlé vegna Stjörnuleiksins og öllu sem honum tilheyrir. Síðari hluti tímabilsins fer fram frá 11. mars til 16. maí og frá 22. maí til 22. júlí er úrslitakeppnin á dagskrá. Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Þar ber hæst að Brooklyn Nets-tvíeykið er þegar byrjað að stilla saman strengi. Hér er um að ræða þá Kevin Durant og Kyrie Irving, sá fyrrnefndi hefur ekki leikið í 18 mánuði. Durant lék 24 mínútur í fimm stiga sigri Nets á Washington Wizards í fyrsta æfingaleik tímabilsins. Lokatölur leiksins 119-114 þar sem Durant skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Irving skoraði 18 stig og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 17 mínútum sem hann lék. 15 for @KDTrey5 in his @BrooklynNets debut! pic.twitter.com/GynywniKsz— NBA (@NBA) December 14, 2020 Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig Steve Nash gengur í sínu fyrsta starfi sem þjálfari en ef þeir Durant og Irving verða upp á sitt besta í vetur má reikna með fantagóðu Brooklyn-liði. Meistarar Los Angeles Lakers hafa unnið nágranna sína í Clippers tvívegis nú á þremur dögum. Hvorki LeBron James né Anthony Davis hafa leikið með liðinu til þessa. Fyrri leikinn van Lakers 87-81 en þann síðari 131-106. Í síðari leik liðanna var það hinn tvítugi Talen Horton-Tucker sem stal senunni. Hann lék 41 mínútu og gerði 33 stig ásamt því að tíu fráköst. Enginn leikmaður vallarins skoraði fleiri stig né tók fleiri fráköst. Var hann einnig stigahæstur í fyrri leiknum, þá með 19 stig. Talen Horton-Tucker (@Thortontucker) GOES OFF in the @Lakers win! #NBAPreseason33 PTS | 10 REB | 4 AST | 4-5 3PM pic.twitter.com/F4KOLfDNM4— NBA (@NBA) December 14, 2020 Milwaukee Bucks og Dallas Mavericks eru búin með einn af tveimur æfingaleikjum sínum. Þó svo að Giannis Antetokounmpo hafi verið með tvöfalda tvennu - 25 stig og tíu fráköst - þá vann Dallas samt tíu stiga sigur, 112-102. Athygli vekur þó að Giannis á enn eftir að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Bucks. Ef hann skrifar ekki undir fyrir 21. desember getur hann samið við annað lið næsta sumar. 25 points in 25 mins.The back-to-back MVP at work: pic.twitter.com/UUDoumHLKa— Milwaukee Bucks (@Bucks) December 13, 2020 Hjá Dallas var Luka Dončić að sjálfsögðu stigahæstur í liði Dallas með 13 stig á þeim 16 mínútum sem hann lék. Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í liði Dallas. NBA-deildin fer af stað á nýjan leik þann 23. desember og þá fyrst skiptir máli hvernig leikur Lakers og Clippers fer en liðin mætast strax í fyrstu umferð deildarinnar. Deildinni er þannig skipt upp á komandi tímabili að fyrri hluti hennar verður leikinn 22. desember til 4. mars. Þá kemur hlé vegna Stjörnuleiksins og öllu sem honum tilheyrir. Síðari hluti tímabilsins fer fram frá 11. mars til 16. maí og frá 22. maí til 22. júlí er úrslitakeppnin á dagskrá.
Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti