Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2020 14:12 Umræddir stólar sem eitt sinn prýddu Skelfiskmarkaðinn. Björn Árnason Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins. Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli sem hófst þegar Bitter ehf. og þrotabúið tókust á um stólana sem fjarlægðir voru úr húsnæði Skelfiskmarkaðarins eftir að veitingastaðnum var lokað í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins þar sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með fimmtíu prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Bitter ehf. bæri að greiða þrotabúinu 6,7 milljónir vegna málsins, þar sem um ólögmæta og riftanlega ráðstöfun hafi verið um að ræða. Bitter ehf, áfrýjaði málinu hins vegar til Landsréttar þar sem félagið fór fram á verða sýknað í málinu, en til vara félagið yrði sýknað af fjárkröfunni og að viðurkennd yrði að félaginu væri heimilt að skila stólunum 149. Stólarnir í fínu lagi Landsréttur féllst á þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlega ráðstöfun hafi verið að ræða, þannig að forsvarsmönnum Skelfiskmarkaðarins hafi ekki verið heimilt að greiða skuld sína við Bitter ehf. með því að afhenda stólana 149. Sem fyrr segir krafðist Bitter ehf. þess til vara að mega greiða skuldina með því að afhenda stólana. Dómkvaddur matsmaður hafði komist að þeirri niðurstöðu í málinu að stólarnir væru enn í fínu lagi í vörslu verslunarinnar, og að virði þeirra væri sambærilegt þeirri fjárkröfu sem upp væri í málinu. Í dómi Landsréttar segir að þessu mati hafi ekki verið hnekkt og því væri Bitter ehf. heimilt að greiða skuldina með því að skila stólunum, enda hafi virði þeirra ekki rýrnað óhæfilega mikið. Að auki þarf að Bitter ehf. að greiða þrotabúinu 1,6 milljónir í málskostnað vegna málsins. Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli sem hófst þegar Bitter ehf. og þrotabúið tókust á um stólana sem fjarlægðir voru úr húsnæði Skelfiskmarkaðarins eftir að veitingastaðnum var lokað í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins þar sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með fimmtíu prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Bitter ehf. bæri að greiða þrotabúinu 6,7 milljónir vegna málsins, þar sem um ólögmæta og riftanlega ráðstöfun hafi verið um að ræða. Bitter ehf, áfrýjaði málinu hins vegar til Landsréttar þar sem félagið fór fram á verða sýknað í málinu, en til vara félagið yrði sýknað af fjárkröfunni og að viðurkennd yrði að félaginu væri heimilt að skila stólunum 149. Stólarnir í fínu lagi Landsréttur féllst á þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlega ráðstöfun hafi verið að ræða, þannig að forsvarsmönnum Skelfiskmarkaðarins hafi ekki verið heimilt að greiða skuld sína við Bitter ehf. með því að afhenda stólana 149. Sem fyrr segir krafðist Bitter ehf. þess til vara að mega greiða skuldina með því að afhenda stólana. Dómkvaddur matsmaður hafði komist að þeirri niðurstöðu í málinu að stólarnir væru enn í fínu lagi í vörslu verslunarinnar, og að virði þeirra væri sambærilegt þeirri fjárkröfu sem upp væri í málinu. Í dómi Landsréttar segir að þessu mati hafi ekki verið hnekkt og því væri Bitter ehf. heimilt að greiða skuldina með því að skila stólunum, enda hafi virði þeirra ekki rýrnað óhæfilega mikið. Að auki þarf að Bitter ehf. að greiða þrotabúinu 1,6 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31