Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 14:01 Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira