Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 14:01 Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira