Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 14:01 Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Stillt verður upp á lista Viðreisnar eftir áramót og aðspurður hvort hann stefni á oddvitasætið segist Guðmundur hafa metnað til að komast í áhrifastöðu. „Auðvitað stefnir maður alltaf sem hæst en það er hlutverk uppstillingarnefndar að skoða hvað flokknum og kjördæminu er fyrir bestu.“ Það vakti mikla athygli þegar Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur síðar frá því að hann og fjölskylda hans hygðust flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur var ópólitískur bæjarstjóri og hefur ekki tilheyrt flokki til þessa. Upp á síðkastið hefur hann mátað sig við aðra stjórnmálaflokka en Guðmundur segir stefnu og orðræðu Viðreisnar hafa talað til sín. Frá Ísafirði. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ársbyrjun.vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er ákveðið þroskastökk í hjarta hvers síkvabbandi einstaklings að reyna átta sig á því hvar maður á heima. Mér finnst mikilvægt að taka svona ákvarðanir að vel ígrunduðu máli og ég er búin að ráðfæra mig við fólk sem ég treysti og þekkir mig vel.“ Varð þessi reynsla á Ísafirði ekkert til þess að fæla þig frá pólitík? „Nei, ég held að þegar maður fer í heiðarlegt uppgjör hugsa ég um þennan tíma fyrir vestan sem eina albestu ákvörðun sem ég og mín fjölskylda höfum tekið. Það er miklu meira jákvætt og fallegt sem þetta skilur eftir en hið gagnstæða. Ég held að sú reynsla sé í raun kveikjan að því að ég átta mig á því hvað mig langar að verða þegar ég verð stór.“ Í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu lýsti Guðmundur meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Aðspurður hvort hann telji önnur vinnubrögð tíðkast á Alþingi segir hann reynsluna fyrir vestan hafa verið þroskandi. „Ég á ekkert von á því að þetta gerist öðruvísi en held að þetta hafi verið lærdómur í pólitík. Ég held að þegar þú ert ráðinn pólitískt ertu sjálfkrafa dreginn inn í pólitík og það er eitthvað sem maður lærir af. Það er þá kannski líka bara ágætt að nálgast stöðuna út frá þeim forsendum að maður sé í pólitík.“ Þannig þú stefnir á sæti á Alþingi á næsta ári? „Ég veit hvar minn metnaður liggur og veit að ég hef keppnisskap. Ef það er staða sem flokkurinn og flokksmenn treysta mér til að taka þátt í mun það ekki standa á mér. Svo er þetta bara undir kjósendum komið.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Ísafjarðarbær Norðvesturkjördæmi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira