Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 10:21 Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum í gærkvöldi. Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að töluvert hafi verið um samkvæmi í heimahúsi í nótt og allur gangur á hvort fólk virti tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk hafa slakað á varðandi Covid,“ var sagt í dagbók lögreglu. Þá mátti sjá mikla hópamyndun á Laugaveginum síðdegis í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður skemmti gangandi vegfarendum. Um er að ræða verkefnið Sköpum líf í lokun á vegum Priksins sem er styrkt af Reykjavíkurborg. Hægt er að horfa á tónleikana hér. Tónleikararni eru hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun. Þorsti í fólki „Ég verð að viðurkenna að þetta eru svolítil vonbrigði að heyra þetta,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi um öll samkvæmin í heimahúsi. „Maður hafði á tilfinningunni að síðustu tvær helgar hefði fólk verið að taka tillit til þessara tilmæla og halda að sér að hittast og svoleiðis. En á sama tíma skilur maður þetta alveg, það er mikill þorsti hjá fólki að hittast og þetta er þessi árstími sem fólk tengir við svona og hefðirnar ganga út á þetta. En þetta eru töluverð vonbrigði verð ég að segja,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að slík hegðun geti leitt til þess að faraldurinn komist á skrið á ný. Rögnvaldur ÓlafssonVísir/Vilhelm „Við erum búin að tala um það frá því í nóvember að við höfum miklar áhyggjur af þessum árstíma. Þetta er þessi tími sem fólk er að hittast saman og það er kjör endur fyrir veiruna að komast áfram, þess vegna er verið að biðla til fólks að vera ekki að hittast. Ég tala ekki um núna ef þú ert óheppinn og færð veiruna ertu að veðja jólunum þínum, þá verðurðu líklega í einangrun á jólunum.“ Ekki endilega óhætt utandyra Hann segir hópamyndunina við tónleika Auður á Laugaveginum ekki æskilega. „Það er vissulega virðingarvert að það sé verið að bjóða upp á skemmtun og eitthvað fyrir fólk en á sama tíma verður fólk að átta sig á því og muna hvað við erum að gera. Það er hægt að njóta tónlistar án þess að safnast saman allir og ekki sitja alla tónleikana. Halda hreyfingu og hjálpa til, ef það er verið að gera eitthvað til dægrastyttingar að búa ekki til raðir eða hópa. Ef fólki líður ekki vel í aðstæðum og finnst það vera þröngt að fara þá í burtu. Þessar tíu manna samkomutakmarkanir sem eru í gangi núna eru líka hugsaðar úti. Við erum að biðja fólk að taka þátt í þessu og hjálpa okkur. Það vita allir hvað við erum að gera og stefna að.“ Hann segir svona hópamyndun geta verið varhugaverða með tilliti til útbreiðslu veirunnar, þó svo að hún eigi sér stað utandyra. „Það geta verið hættulegar aðstæður ef fólk er mjög þétt ef allir eru ekki með grímur og þess háttar, við höfum tekið eftir að fólk slakar á ef það er úti hefur tilfinningu að veiran dreifist minna og öðruvísi úti við en það er ekkert sjálfgefið að það sé þannig. Ef það er stutt í næsta mann fer hún auðveldlega á milli, ef það er kyrrt í einhvern tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að töluvert hafi verið um samkvæmi í heimahúsi í nótt og allur gangur á hvort fólk virti tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk hafa slakað á varðandi Covid,“ var sagt í dagbók lögreglu. Þá mátti sjá mikla hópamyndun á Laugaveginum síðdegis í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður skemmti gangandi vegfarendum. Um er að ræða verkefnið Sköpum líf í lokun á vegum Priksins sem er styrkt af Reykjavíkurborg. Hægt er að horfa á tónleikana hér. Tónleikararni eru hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun. Þorsti í fólki „Ég verð að viðurkenna að þetta eru svolítil vonbrigði að heyra þetta,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi um öll samkvæmin í heimahúsi. „Maður hafði á tilfinningunni að síðustu tvær helgar hefði fólk verið að taka tillit til þessara tilmæla og halda að sér að hittast og svoleiðis. En á sama tíma skilur maður þetta alveg, það er mikill þorsti hjá fólki að hittast og þetta er þessi árstími sem fólk tengir við svona og hefðirnar ganga út á þetta. En þetta eru töluverð vonbrigði verð ég að segja,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að slík hegðun geti leitt til þess að faraldurinn komist á skrið á ný. Rögnvaldur ÓlafssonVísir/Vilhelm „Við erum búin að tala um það frá því í nóvember að við höfum miklar áhyggjur af þessum árstíma. Þetta er þessi tími sem fólk er að hittast saman og það er kjör endur fyrir veiruna að komast áfram, þess vegna er verið að biðla til fólks að vera ekki að hittast. Ég tala ekki um núna ef þú ert óheppinn og færð veiruna ertu að veðja jólunum þínum, þá verðurðu líklega í einangrun á jólunum.“ Ekki endilega óhætt utandyra Hann segir hópamyndunina við tónleika Auður á Laugaveginum ekki æskilega. „Það er vissulega virðingarvert að það sé verið að bjóða upp á skemmtun og eitthvað fyrir fólk en á sama tíma verður fólk að átta sig á því og muna hvað við erum að gera. Það er hægt að njóta tónlistar án þess að safnast saman allir og ekki sitja alla tónleikana. Halda hreyfingu og hjálpa til, ef það er verið að gera eitthvað til dægrastyttingar að búa ekki til raðir eða hópa. Ef fólki líður ekki vel í aðstæðum og finnst það vera þröngt að fara þá í burtu. Þessar tíu manna samkomutakmarkanir sem eru í gangi núna eru líka hugsaðar úti. Við erum að biðja fólk að taka þátt í þessu og hjálpa okkur. Það vita allir hvað við erum að gera og stefna að.“ Hann segir svona hópamyndun geta verið varhugaverða með tilliti til útbreiðslu veirunnar, þó svo að hún eigi sér stað utandyra. „Það geta verið hættulegar aðstæður ef fólk er mjög þétt ef allir eru ekki með grímur og þess háttar, við höfum tekið eftir að fólk slakar á ef það er úti hefur tilfinningu að veiran dreifist minna og öðruvísi úti við en það er ekkert sjálfgefið að það sé þannig. Ef það er stutt í næsta mann fer hún auðveldlega á milli, ef það er kyrrt í einhvern tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30
Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00