Ætlar ekki að efna til óeirða í síðasta jólaerindi sínu Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 18:08 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Stöð 2/Friðrik Staða orkumálastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar en doktor Guðni A. Jóhannesson, núverandi orkumálastjóri, mun ekki sækja um. „Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“ Orkumál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
„Ég er að verða sjötugur. Þetta er bara gangur lífsins,“ segir Guðni í samtali við Vísi en hann er að ljúka sínu þriðja skipunartímabili. Hann segir tíma sinn hjá Orkustofnun hafa verið afskaplega fjölbreyttan og skemmtilegan. „Það hefur mikið gerst. Stofnunin fékk aukið hlutverk og tók yfir stjórnsýsluna hjá ráðuneytinu. Með tilkomu þriðja orkupakkans fékk stofnunin sömuleiðis aukna ábyrgð á eftirliti með raforkukerfinu og raforkumarkaðinum. Olíuleitin var mjög spennandi þáttur á sínum tíma þar sem náðist mikill árangur í rannsóknum sem við eigum í okkar sarpi,“ segir Guðni. Það sem hefur gerst á skipunartíma hans á sér einnig neikvæðar hliðar að hans mati og nefnir þar hve mikill kengur sé kominn í orkumálin á Íslandi. „Bæði við að finna og nýta tiltæka orkukosti. Að koma í gegn nauðsynlegum endurbótum á flutningskerfinu. Þetta hefur gengið hægt en gengið þó.“ Guðni er hvað þekktastur fyrir jólaerindi sín þar sem hann hefur sagt sína skoðun nokkuð hreint út og hafa sumir jafnvel fengið nokkuð kaldar jólakveðjur frá honum. „Þú ert einmitt að trufla mig við skriftir,“ segir Guðni sem býst þó ekki við neinum rosalegum bombum í jólaerindi sínum þetta árið. „Jólin hafa verið misjafnlega friðsamleg. En ég stefni ekki að því að efna til óeirða þetta árið. Þetta er þung umræða sem er í dag þar sem togast á annars vegar loftslagsmál og þessi viðleitni að girða af hálendið og mikið af þeim orkukostum sem eru í landinu. Við erum í einstökum málum á Íslandi. Getum framleitt mikið af vistvænni orku á hagkvæmum hætti og ekki mörg lönd sem hafa yfir þeirri stöðu að ráða.“ Hann segir næsta orkumálastjóra þurfa að vera óhræddan við að taka slaginn. „Þú kemst varla nærri pólitískum slag í starfi embættismanns en að vera orkumálastjóri, nema kannski í starfi Seðlabankastjóra.“ „Ég held að það ætti enginn að taka þetta starf nema að geta svarað fyrir og haldið uppi málstað orkugeirans og sýnt fram á nauðsyn þess að orkukerfi okkar séu efld og haldið við þannig að möguleikar okkar til bættra lífsgæða og hagvaxtar séu enn til staðar.“ Iðnaðarráðherra mun skipa nýjan orkumálastjóra 1. maí næstkomandi. Guðni sér fyrir sér að geta bætt golfleik sinn þegar hann lætur af störfum. „Og ef mér endist þrek að sinna orkumálum líka. En þá velur maður sér verkefnin meira sjálfur og gerir það sem manni finnst áhugavert og skemmtilegt, eins og ég gerði nú líka sem orkumálastjóri.“
Orkumál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira