Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en þýska liðið samt sem áður sterkari aðilinn. Þegar flautað var til hálfleiks leiddi Þýskaland með tveggja marka mun, staðan 13-11. Í þeim síðari tóku Þjóðverjar endanlega yfir leikinn og stungu í raun af. Unnu þær á endanum leikinn með sjö marka mun en lokatölur voru 32-25 Þýskalandi í vil.
Markaskorun þýska liðsins dreifðist vel en Emily Bolk var markahæst með fimm mörk. Antje Lauenroth og Xenia Smits komu þar á eftir með fjögur mörk hvor. Hjá Ungverjum var Katrin Gitta Klujber markahæst með átta mörk.
Þýska liðið er nú með fjögur stig í milliriðlinum en topplið Noregs og Króatíu mætast í síðari leik dagsins. Ungverjaland er hins vegar enn án stiga.