Viðskipti innlent

„Smassa kjötið“ niður á pönnu á nýjum hamborgarastað við Ægissíðu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Opnunin fer hægt og rólega af stað en um helgina verður opið í tilraunaskyni til að sjá hvernig til tekst samhliða rekstri Chido.
Opnunin fer hægt og rólega af stað en um helgina verður opið í tilraunaskyni til að sjá hvernig til tekst samhliða rekstri Chido.

Nýr hamborgarastaður, Smass, hefur verið opnaður við Ægissíðu. Hamborgarastaðurinn er rekinn samhliða mexíkóska veitingastaðnum Chido sem fyrir var í húsnæði veitingastaðarins við Ægissíðu 123. Rekstraraðilar staðarins fengu til liðs við sig reynslumikinn sérfræðing um hamborgara til að þróa uppskriftina en um um helgina verður prufuopnun staðarins.

„Við hjá Chido fengum í lið með okkur einn sem veit allt um borgara, Óskar Kristjánsson en saman höfum við Óskar komið að rekstri tuga hamborgarastaða í Danmörku. Við höfðum lengi talað um það að langa að opna á Íslandi hamborgarastað en langað að gera eitthvað öðruvísi en við höfðum verið að gera,“ segir Guðmundur Óskar Pálsson, eigandi Chido.

„Úr varð að við ákváðum að prófa okkur áfram og búa til alvöru „smash“ borgara en þá er kjötið sett í kúlu og smassað alveg niður á pönnuna. Það að fletja kjötið svona út á funheita pönnuna karmeliserar kjötið og hámarkar umami bragðið í borgaranum.“

Opnunin fer hægt og rólega af stað en um helgina verður opið í tilraunaskyni milli klukkan fimm og níu til að sjá hvernig til tekst samhliða rekstri Chido.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×