Andstæður mætast í litum næsta árs hjá Pantone Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 08:35 Litir ársins 2021. TWitter/Pantone Fyrirtækið Pantone hefur afhjúpað liti ársins 2021, en aldrei þessu vant eru þeir tveir að þessu sinni sem hefur aðeins gerst einu sinni á þeim tveimur áratugum sem litur ársins hefur verið valinn. Á síðasta ári var blái liturinn Classic Blue valinn litur ársins 2020, en nú mætast andstæður í litavalinu. Litir ársins 2021 eru Ultimate Grey, sem líkt og nafnið gefur til kynna er grár, og guli liturinn Illuminating. Litavalið hefur lagst misjafnlega í fólk og lýsti Vogue valinu sem „mjög furðulegu“, sem væri í takt við allt annað í heiminum um þessar mundir. Þá hafa netverjar grínast með að samsetningin minni helst á vegavinnu. PANTONE® color of the year 2021 aesthetics pic.twitter.com/SQPTOllRPg— básico de rosto (@caiofall) December 9, 2020 Pantone segir litina tákna „skilaboð hamingju og þolgæðis“ sem ætti að vera lýsandi fyrir annars vegar það tímabil sem vonandi líður senn undir lok með tilkomu bóluefnis, og hins vegar þá björtu tíma sem gætu verið handan við hornið. Gulur var síðast litur ársins 2009, en hann bar heitið Mimosa og var ögn hlýrri en sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Þá var litnum lýst sem „björtum og hamingjuríkum“ en hann var tilkynntur í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Svo virðist sem Pantone líti á gulan sem nokkurs konar táknmynd bjartari framtíðar í kjölfar erfiðleika. Introducing the Pantone Color of the Year 2021...Produced by @artechouse #Pantone #pantone2021 pic.twitter.com/nU8cky9OhI— PANTONE (@pantone) December 9, 2020 Tíska og hönnun Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Litir ársins 2021 eru Ultimate Grey, sem líkt og nafnið gefur til kynna er grár, og guli liturinn Illuminating. Litavalið hefur lagst misjafnlega í fólk og lýsti Vogue valinu sem „mjög furðulegu“, sem væri í takt við allt annað í heiminum um þessar mundir. Þá hafa netverjar grínast með að samsetningin minni helst á vegavinnu. PANTONE® color of the year 2021 aesthetics pic.twitter.com/SQPTOllRPg— básico de rosto (@caiofall) December 9, 2020 Pantone segir litina tákna „skilaboð hamingju og þolgæðis“ sem ætti að vera lýsandi fyrir annars vegar það tímabil sem vonandi líður senn undir lok með tilkomu bóluefnis, og hins vegar þá björtu tíma sem gætu verið handan við hornið. Gulur var síðast litur ársins 2009, en hann bar heitið Mimosa og var ögn hlýrri en sá sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Þá var litnum lýst sem „björtum og hamingjuríkum“ en hann var tilkynntur í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Svo virðist sem Pantone líti á gulan sem nokkurs konar táknmynd bjartari framtíðar í kjölfar erfiðleika. Introducing the Pantone Color of the Year 2021...Produced by @artechouse #Pantone #pantone2021 pic.twitter.com/nU8cky9OhI— PANTONE (@pantone) December 9, 2020
Tíska og hönnun Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira