Leitin að Bússa heldur áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 20:03 Bússa hefur verið saknað frá því á föstudag. Hann sá síðast í Öskjuhlíðinni nálægt Háskólanum í Reykjavík. Facebook/Aðsend Bússi, sex ára gamall, svartur labrador rakki hefur verið týndur frá síðasta föstudag. Gréta Sóley Sigurðardóttir stýrir leitinni að Bússa en eigandi hans, Eva Hrönn, er föst erlendis vegna kórónuveirufaraldursins. „Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
„Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira