Leitin að Bússa heldur áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 20:03 Bússa hefur verið saknað frá því á föstudag. Hann sá síðast í Öskjuhlíðinni nálægt Háskólanum í Reykjavík. Facebook/Aðsend Bússi, sex ára gamall, svartur labrador rakki hefur verið týndur frá síðasta föstudag. Gréta Sóley Sigurðardóttir stýrir leitinni að Bússa en eigandi hans, Eva Hrönn, er föst erlendis vegna kórónuveirufaraldursins. „Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Við vitum að hann var í Öskjuhlíðinni á föstudaginn fyrir viku síðan og hann hefur verið að sjást af og til síðan. Við höldum að hann sé búinn að vera úti í þessa viku,“ segir Gréta í samtali við fréttastofu. Hún segir líklegt að Bússi sé enn á Öskjuhlíðarsvæðinu en síðast sást til hans þar á miðvikudagskvöld. „Hann sást í Fossvogskirkjugarði á miðvikudaginn og um kvöldið við HR. Þannig að okkur finnst líklegt að hann haldi sig þar,“ segir Gréta. Hún segir að ítarleg leit hafi farið fram í Öskjuhlíð síðustu daga en leitarmenn hafa ekkert til hans séð. Leitarhópar hafa skilið eftir mat fyrir Bússa í Öskjuhlíðinni í von um að hann finni matinn, enda er Bússi búinn að vera að heiman í rúma viku og engar matargjafir fengið. Leitin að Bússa mun halda áfram um helgina. Allir sem geta eru hvattir til þess að taka þátt í leitinni.Facebook Töluverður hópur fólks hefur hjálpað til við leitina að sögn Grétu, bæði hópar og einstaklingar. Þá hefur fjöldi fólks sett ábendingar af mögulegum ferðum Bússa á samfélagsmiðla. Fjöldi ábendinga hefur til dæmis ratað inn á Facebook-hópinn Hundasveitin - skipulagssíða við leit að týndum hundum. „Fólk hefur lagt ýmislegt að mörkum, það er ekki bara úti að labba. Fólk er að keyra um og svo hafa nokkrir lagt bílunum sínum á ákveðnum stöðum og eru að vakta svæðin þar sem við vitum að hann hefur sést. Þetta eru örugglega svona fimmtíu manns sem eru virkilega að leita,“ segir Gréta. Hún segir að mikið af ábendingum hafi borist til sín en margir hundanna sem bent hefur verið á eru aðrir labradorhundar. Svo virðist sem mikið sé um að svartir labradorhundar séu að stinga af í stytti eða lengri tíma. Þess beri þó að geta að Bússi er alveg svartur, utan lítils hvíts bletts á hökunni og hann er ekki með ól. „Ég vil samt frekar fá einum of mörg símtöl heldur en einum of fá, þannig að ef fólk heldur að það sé möguleiki að það sjái Bússa þá má það endilega hringja,“ segir Gréta. „Við erum aðalega núna að reyna að sjá hann. Það gefur okkur svo góða mynd af því hvernig hann er á sig kominn, hvort hann sé enn á sama svæðinu. Þannig að við erum að reyna að komast að því núna,“ segir hún. „Hann er orðinn styggur og hræddur eftir alla þessa útiveru greyið, þannig að við vitum að það verður erfitt að ná honum.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira