„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2020 09:00 Reiknað er með að uppbyggingin verði hér, á þessum bílastæðum. Vísir/Friðrik Þór Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar. Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira