Láta sárir Inter-menn reiði sína bitna á Sardiníustrákunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2020 09:01 Romelu Lukaku er væntanlega staðráðinn í að skora gegn Cagliari eftir að hafa mistekist það gegn Shakhtar Donetsk á miðvikudaginn. getty/BSR Eftir vonbrigðin í Meistaradeild Evrópu fer Inter til Sardiníu og mætir Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Sjá meira