Opið bréf til ráðherra allra barna Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar skrifa 11. desember 2020 14:30 Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sema Erla Serdar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar