Þingmenn ná ekki saman um neyðarpakka Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 12:39 Mitch McConnell of Kentucky, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Aðstoðarmenn hans hafa sagt öðrum þingmönnum að líklegast sé engin leið að samkomulagi í deilunum um neyðarpakkann. AP/Sarah Silbiger Vinna þverpólitísks hóps bandarískra þingmanna að 900 milljarða dala neyðarpakka virðist engum árangri ætla að skila. Þá helst vegna andstöðu Repúblikana við að veita ríkjum og borgum Bandaríkjanna fjárhagslega aðstoð og deilum þingmanna sín á milli. Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira