Umsækjendurnir eru Jón Finnbjörnsson dómari við Landsrétt, Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari og Símon Sigvaldason héraðsdómari.
Á vef dómsmálaráðuneytisins segir að skipað verði í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
Jón er eini dómarinn sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfisnefndar við upphaflega skipan Landsdóms sem hefur ekki verið skipaður á nýjan leik. Umræddir fjórir dómarar fóru öll í leyfi frá dómarastörfum eftir að dómur féll hjá Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrrasumar.