Fór holu í höggi og leiðir á Opna bandaríska eftir fyrsta daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 07:30 Amy Olson spilaði best allra á fyrsta degi Opna bandaríska meistaramótsins í golfi. AP/Eric Gay Amy Olson er í forystu eftir fyrsta daginn á Opna bandaríska meistaramóti kvenna í golfi sem fer fram í Houston og hófst í gær. Það eru ekki allir sem ná því að fara holu í höggi á risamóti í golfi en það tókst hjá hinni bandarísku Amy Olson í gær. Amy Olson lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Olson er með eins höggs forskot á þær Moriya Jutanugarn Moriya Jutanugarn frá Tælandi, A Lim Kim frá Suður Kóru og Hinako Shibuno frá Japan. Amy Olson lagði grunninn að forystu sinni með því að fara holu í höggi á sextándu holunni sem var par þrjú hola. Það má sjá þetta fullkomna högg hér fyrir neðan. ACE ALERT! @AmyOlsonGolf hits a perfect shot at the @uswomensopen!Watch now on @GolfChannel!pic.twitter.com/Q6jCR06ZgR— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 Amy Olson er orðin 28 ára gömul og er búin að vera í sjö ár á bandarísku atvinumótaröðinni en hún er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Hún átti frábæran háskólaferil en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp sem atvinnumaður. Amy Olson byrjaði hringinn á tíundu holunni og því var sextánda holan í raun sjöunda holan hennar á hringnum. Hún hafði fengið skolla á annarri holunni sem hún spilaði en komst undir parið með ásnum. Olson fékk tvo fugla á næstu þremur holum og endaði hringinn á fjórum höggum undir pari. "I think it is important to enjoy the little things."After an ace that helped drive her to the top, @AmyOlsonGolf made sure to soak in the moment. pic.twitter.com/7ENEqMO2jH— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 .@AmyOlsonGolf leads by one after 18 holes at the @uswomensopen FULL LEADERBOARD https://t.co/kP0PQaWm3I#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 Golf Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Það eru ekki allir sem ná því að fara holu í höggi á risamóti í golfi en það tókst hjá hinni bandarísku Amy Olson í gær. Amy Olson lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Olson er með eins höggs forskot á þær Moriya Jutanugarn Moriya Jutanugarn frá Tælandi, A Lim Kim frá Suður Kóru og Hinako Shibuno frá Japan. Amy Olson lagði grunninn að forystu sinni með því að fara holu í höggi á sextándu holunni sem var par þrjú hola. Það má sjá þetta fullkomna högg hér fyrir neðan. ACE ALERT! @AmyOlsonGolf hits a perfect shot at the @uswomensopen!Watch now on @GolfChannel!pic.twitter.com/Q6jCR06ZgR— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 Amy Olson er orðin 28 ára gömul og er búin að vera í sjö ár á bandarísku atvinumótaröðinni en hún er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Hún átti frábæran háskólaferil en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp sem atvinnumaður. Amy Olson byrjaði hringinn á tíundu holunni og því var sextánda holan í raun sjöunda holan hennar á hringnum. Hún hafði fengið skolla á annarri holunni sem hún spilaði en komst undir parið með ásnum. Olson fékk tvo fugla á næstu þremur holum og endaði hringinn á fjórum höggum undir pari. "I think it is important to enjoy the little things."After an ace that helped drive her to the top, @AmyOlsonGolf made sure to soak in the moment. pic.twitter.com/7ENEqMO2jH— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 .@AmyOlsonGolf leads by one after 18 holes at the @uswomensopen FULL LEADERBOARD https://t.co/kP0PQaWm3I#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) December 10, 2020
Golf Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira