Fór holu í höggi og leiðir á Opna bandaríska eftir fyrsta daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 07:30 Amy Olson spilaði best allra á fyrsta degi Opna bandaríska meistaramótsins í golfi. AP/Eric Gay Amy Olson er í forystu eftir fyrsta daginn á Opna bandaríska meistaramóti kvenna í golfi sem fer fram í Houston og hófst í gær. Það eru ekki allir sem ná því að fara holu í höggi á risamóti í golfi en það tókst hjá hinni bandarísku Amy Olson í gær. Amy Olson lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Olson er með eins höggs forskot á þær Moriya Jutanugarn Moriya Jutanugarn frá Tælandi, A Lim Kim frá Suður Kóru og Hinako Shibuno frá Japan. Amy Olson lagði grunninn að forystu sinni með því að fara holu í höggi á sextándu holunni sem var par þrjú hola. Það má sjá þetta fullkomna högg hér fyrir neðan. ACE ALERT! @AmyOlsonGolf hits a perfect shot at the @uswomensopen!Watch now on @GolfChannel!pic.twitter.com/Q6jCR06ZgR— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 Amy Olson er orðin 28 ára gömul og er búin að vera í sjö ár á bandarísku atvinumótaröðinni en hún er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Hún átti frábæran háskólaferil en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp sem atvinnumaður. Amy Olson byrjaði hringinn á tíundu holunni og því var sextánda holan í raun sjöunda holan hennar á hringnum. Hún hafði fengið skolla á annarri holunni sem hún spilaði en komst undir parið með ásnum. Olson fékk tvo fugla á næstu þremur holum og endaði hringinn á fjórum höggum undir pari. "I think it is important to enjoy the little things."After an ace that helped drive her to the top, @AmyOlsonGolf made sure to soak in the moment. pic.twitter.com/7ENEqMO2jH— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 .@AmyOlsonGolf leads by one after 18 holes at the @uswomensopen FULL LEADERBOARD https://t.co/kP0PQaWm3I#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það eru ekki allir sem ná því að fara holu í höggi á risamóti í golfi en það tókst hjá hinni bandarísku Amy Olson í gær. Amy Olson lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Olson er með eins höggs forskot á þær Moriya Jutanugarn Moriya Jutanugarn frá Tælandi, A Lim Kim frá Suður Kóru og Hinako Shibuno frá Japan. Amy Olson lagði grunninn að forystu sinni með því að fara holu í höggi á sextándu holunni sem var par þrjú hola. Það má sjá þetta fullkomna högg hér fyrir neðan. ACE ALERT! @AmyOlsonGolf hits a perfect shot at the @uswomensopen!Watch now on @GolfChannel!pic.twitter.com/Q6jCR06ZgR— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 Amy Olson er orðin 28 ára gömul og er búin að vera í sjö ár á bandarísku atvinumótaröðinni en hún er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Hún átti frábæran háskólaferil en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp sem atvinnumaður. Amy Olson byrjaði hringinn á tíundu holunni og því var sextánda holan í raun sjöunda holan hennar á hringnum. Hún hafði fengið skolla á annarri holunni sem hún spilaði en komst undir parið með ásnum. Olson fékk tvo fugla á næstu þremur holum og endaði hringinn á fjórum höggum undir pari. "I think it is important to enjoy the little things."After an ace that helped drive her to the top, @AmyOlsonGolf made sure to soak in the moment. pic.twitter.com/7ENEqMO2jH— LPGA (@LPGA) December 10, 2020 .@AmyOlsonGolf leads by one after 18 holes at the @uswomensopen FULL LEADERBOARD https://t.co/kP0PQaWm3I#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) December 10, 2020
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira