Solaris hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 19:48 Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris. Reykjavíkurborg Fundurinn Mannréttindi á tímum Covid-19 fór fram í dag á vegum Reykjavíkurborgar og voru Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar afhent. Hjálparsamtökin Solaris hlutu verðlaunin í ár og fá 600 þúsund krónur fyrir vikið. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi“ og er markmið verðlaunanna að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin en í umsögn valnefndar segir að Solaris séu öflugur málsvari í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, bæði einstaklinga og barnafjölskyldna. „Samtökin hafa stuðlað að mikilvægri vitundarvakningu um stöðu þessa viðkvæma hóps með eftirtektarverðum árangri. Mikilvægur hornsteinn í mannréttindabaráttu er að veita raddlausum hópi rödd. Samtökin hafa staðið öðrum framar í baráttunni fyrir réttlæti fyrir fólk á flótta, að grundvallarmannréttindi þeirra séu virt og að standa vörð um mannlega reisn þeirra.“ Þá hafi samtökin átt lykilþátt í því að koma í veg fyrir brottvísun fjölda barna á flótta og stuðlað að þörfum breytingum á löggjöf. Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris, sagði verðlaunin mikilvæga viðurkenningu á starfi samtakanna. Þrjú hlutu hvatningarverðlaun Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs fóru til Brúarsmiða – miðju máls, Vettvangs- og ráðgjafateymisins (VoR) og læsis og Tæknilæsis fyrir fullorðna. Brúarsmiðir hafa unnið að því að byggja brú á milli menningarheima og styðja við foreldra af erlendum uppruna. Þá styðja brúarstarfsmenn við íslenskunám barna af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum og stuðla að því að börn fái viðeigandi stuðning og jöfn tækifæri til náms. Tæknilæsi fyrir fullorðna er nýsköpunarverkefni sem aðstoðar eldra fólk við tækni og eykur rafrænt aðgengi þeirra að samfélaginu. Valnefnd sagði verkefnið sporna gegn einangrun og einmanaleika og stuðla að auknu sjálfstæði einstaklinga. VoR-teymið er færanlegt vettvangsteymi sem aðstoðar heimilislaust fólk. Í umsögn valnefndar segir að teymið aðstoði fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir en veiti einstaklingsmiðaða aðstoð, stuðning og ráðgjöf. Teymið starfar meðal annars með fólki í gistiskýli, Konukoti, smáhýsum og íbúðum hugmyndafræðinnar Húsnæði fyrst. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs afhenti þrenn hvatningarverðalaun ráðsins. Ellen Calmon, fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráði afhenti verðlaunahöfunum viðurkenningarskjöl og blómvönd. Borgarstjórn Mannréttindi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi“ og er markmið verðlaunanna að vekja athygli á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin en í umsögn valnefndar segir að Solaris séu öflugur málsvari í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, bæði einstaklinga og barnafjölskyldna. „Samtökin hafa stuðlað að mikilvægri vitundarvakningu um stöðu þessa viðkvæma hóps með eftirtektarverðum árangri. Mikilvægur hornsteinn í mannréttindabaráttu er að veita raddlausum hópi rödd. Samtökin hafa staðið öðrum framar í baráttunni fyrir réttlæti fyrir fólk á flótta, að grundvallarmannréttindi þeirra séu virt og að standa vörð um mannlega reisn þeirra.“ Þá hafi samtökin átt lykilþátt í því að koma í veg fyrir brottvísun fjölda barna á flótta og stuðlað að þörfum breytingum á löggjöf. Sema Erla Serdar, formaður og stofnandi Solaris, sagði verðlaunin mikilvæga viðurkenningu á starfi samtakanna. Þrjú hlutu hvatningarverðlaun Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs fóru til Brúarsmiða – miðju máls, Vettvangs- og ráðgjafateymisins (VoR) og læsis og Tæknilæsis fyrir fullorðna. Brúarsmiðir hafa unnið að því að byggja brú á milli menningarheima og styðja við foreldra af erlendum uppruna. Þá styðja brúarstarfsmenn við íslenskunám barna af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum og stuðla að því að börn fái viðeigandi stuðning og jöfn tækifæri til náms. Tæknilæsi fyrir fullorðna er nýsköpunarverkefni sem aðstoðar eldra fólk við tækni og eykur rafrænt aðgengi þeirra að samfélaginu. Valnefnd sagði verkefnið sporna gegn einangrun og einmanaleika og stuðla að auknu sjálfstæði einstaklinga. VoR-teymið er færanlegt vettvangsteymi sem aðstoðar heimilislaust fólk. Í umsögn valnefndar segir að teymið aðstoði fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir en veiti einstaklingsmiðaða aðstoð, stuðning og ráðgjöf. Teymið starfar meðal annars með fólki í gistiskýli, Konukoti, smáhýsum og íbúðum hugmyndafræðinnar Húsnæði fyrst. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs afhenti þrenn hvatningarverðalaun ráðsins. Ellen Calmon, fulltrúi í mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráði afhenti verðlaunahöfunum viðurkenningarskjöl og blómvönd.
Borgarstjórn Mannréttindi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira