Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2020 18:17 Arnar Þór Viðarsson spjallaði við Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvelli í dag. STÖÐ 2 SKJÁSKOT Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira