Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 11:28 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í sumar þar sem kynntar voru 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. „Í núverandi stöðu þá er markmiðið sem er sameiginlegt með Íslandi, Evrópusambandinu og Noregi 40 prósenta samdráttur og þar af er Ísland með um 29 prósenta markmið. Við lýsum þessu yfir núna, að þetta markmið fari úr 40 prósentum í 55 prósent, og það þýðir auðvitað að hlutur Íslands eykst en það liggur ekki endanlega fyrir hvert endanlegt markmið fyrir Ísland verður en þetta endurspeglar að það fer töluvert upp okkar,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín segir að íslensk stjórnvöld vilji gera betur í þessum málum og standa sig vel. „Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna getum við farið hæglega yfir 40 prósenta markmiðið í samdrætti í losun. Það teljum við að sé hægt að gera meðal annars með þeim aðgerðum sem við kynntum núna í júní þar sem eru kynntar 48 aðgerðir sem við teljum í raun og veru að við munum ná fara umfram markmiðið sem gengumst undir í Parísarsáttmálanum en til þess að ná þessu markmiði um 55 prósentin þá munum við þurfa að gera enn betur og efla aðgerðir okkar enn frekar. Krafan á Ísland hefur verið um 29 prósent inn í 40 prósenta markmiðinu. Hún yrði einhvers staðar á bilinu 40 til 45 prósent ef evrópska heildarmarkmiðið yrði hækkað upp í 55 prósent,“ segir Katrín. Eins og áður segir er nú gerð krafa um að minnsta kosti 29 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Um er að ræða losun sem fellur utan hins svokallað ETS-kerfis en losun innan ETS hvað Ísland varðar er einkum á sviði stóriðju og flugs. Þar bera fyrirtækin sjálf ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. „Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í morgun. Þannig hefur til dæmis lágmarksframlag Grikklands verið 16 prósent miðað við árið 2005, Noregs 40 prósent, Tékklands 14 prósent og Þýskalands 38 prósent. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Í núverandi stöðu þá er markmiðið sem er sameiginlegt með Íslandi, Evrópusambandinu og Noregi 40 prósenta samdráttur og þar af er Ísland með um 29 prósenta markmið. Við lýsum þessu yfir núna, að þetta markmið fari úr 40 prósentum í 55 prósent, og það þýðir auðvitað að hlutur Íslands eykst en það liggur ekki endanlega fyrir hvert endanlegt markmið fyrir Ísland verður en þetta endurspeglar að það fer töluvert upp okkar,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín segir að íslensk stjórnvöld vilji gera betur í þessum málum og standa sig vel. „Þannig að við sjáum fyrir okkur að þarna getum við farið hæglega yfir 40 prósenta markmiðið í samdrætti í losun. Það teljum við að sé hægt að gera meðal annars með þeim aðgerðum sem við kynntum núna í júní þar sem eru kynntar 48 aðgerðir sem við teljum í raun og veru að við munum ná fara umfram markmiðið sem gengumst undir í Parísarsáttmálanum en til þess að ná þessu markmiði um 55 prósentin þá munum við þurfa að gera enn betur og efla aðgerðir okkar enn frekar. Krafan á Ísland hefur verið um 29 prósent inn í 40 prósenta markmiðinu. Hún yrði einhvers staðar á bilinu 40 til 45 prósent ef evrópska heildarmarkmiðið yrði hækkað upp í 55 prósent,“ segir Katrín. Eins og áður segir er nú gerð krafa um að minnsta kosti 29 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Um er að ræða losun sem fellur utan hins svokallað ETS-kerfis en losun innan ETS hvað Ísland varðar er einkum á sviði stóriðju og flugs. Þar bera fyrirtækin sjálf ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. „Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í morgun. Þannig hefur til dæmis lágmarksframlag Grikklands verið 16 prósent miðað við árið 2005, Noregs 40 prósent, Tékklands 14 prósent og Þýskalands 38 prósent.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira