Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. desember 2020 14:00 Hönnuðurinn Gunni Hilmarsson segir frá sögunni á bak við merkið Kormákur & Skjöldur. Blóð stúdíó „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ Annað myndbandið frá verkefninu Á bak við vöruna er helgað merkinu Kormákur & Skjöldur, sem hefur starfað í aldarfjórðung og verið eitt af leiðandi herramerkjum Íslands. Viðmælandi er Gunni Hilmarsson hönnuður og fer hann yfir sögu og starfsemi fyrirtækisins. „Kormáks & Skjaldar línan er búin að vera í þróun í raunninni í níu ár.“ Gunni segir að á meðan dömubransinn sé mjög hraður þá sé herrabransinn mjög hægur. „Þá er alltaf verið að nota það sem hefur verið gert áður. Þetta snýst um að fullkomna sniðin, fullkomna conceptið.“ Hingað til hefur fatamerkið verið þekkt fyrir klassískan herrafatnað en undanfarin ár hefur Kormákur & Skjöldur sótt í sig veðrið hvað varðar í nýsköpun og þeim hefur tekist að búa til tweed efni sem er alfarið unnið úr íslenskri ull. Myndböndin verða alls sex talsins og verða þau öll sýnd hér á Vísi. Hægt er að horfa á örmyndbandið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Á bakvið vöruna - Kormákur & Skjöldur Raunhæf mynd af fólkinu á bak við merkin Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi sem skyggnist inn í heim frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Blóð stúdíó fékk styrk frá Miðborgarsjóði fyrir verkefninu en á bak við hönnunar- og markaðsstúdíóið eru þau Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands. Tíska og hönnun Reykjavík Á bak við vöruna Tengdar fréttir „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33 „Við erum með hörkureynslu í farteskinu“ Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun. 2. desember 2020 22:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Annað myndbandið frá verkefninu Á bak við vöruna er helgað merkinu Kormákur & Skjöldur, sem hefur starfað í aldarfjórðung og verið eitt af leiðandi herramerkjum Íslands. Viðmælandi er Gunni Hilmarsson hönnuður og fer hann yfir sögu og starfsemi fyrirtækisins. „Kormáks & Skjaldar línan er búin að vera í þróun í raunninni í níu ár.“ Gunni segir að á meðan dömubransinn sé mjög hraður þá sé herrabransinn mjög hægur. „Þá er alltaf verið að nota það sem hefur verið gert áður. Þetta snýst um að fullkomna sniðin, fullkomna conceptið.“ Hingað til hefur fatamerkið verið þekkt fyrir klassískan herrafatnað en undanfarin ár hefur Kormákur & Skjöldur sótt í sig veðrið hvað varðar í nýsköpun og þeim hefur tekist að búa til tweed efni sem er alfarið unnið úr íslenskri ull. Myndböndin verða alls sex talsins og verða þau öll sýnd hér á Vísi. Hægt er að horfa á örmyndbandið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Á bakvið vöruna - Kormákur & Skjöldur Raunhæf mynd af fólkinu á bak við merkin Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi sem skyggnist inn í heim frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Blóð stúdíó fékk styrk frá Miðborgarsjóði fyrir verkefninu en á bak við hönnunar- og markaðsstúdíóið eru þau Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands.
Tíska og hönnun Reykjavík Á bak við vöruna Tengdar fréttir „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33 „Við erum með hörkureynslu í farteskinu“ Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun. 2. desember 2020 22:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33
„Við erum með hörkureynslu í farteskinu“ Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun. 2. desember 2020 22:00