Leicester og Totten­ham unnu sína riðla en tap hjá Ís­lendinga­liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vinicius var frekar sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld.
Vinicius var frekar sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld. Adam Davy/Getty

Tottenham vann 2-0 sigur á Royal Antwerp og vann þar af leiðandi J-riðilinn. Staðan var markalaus í hálfleik en Vinicius kom Tottenham yfir á 57. mínútu.

Stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Giovani Lo Celso muninn og þar við sat. Tottenham vinnur riðilinn með þrettán stig af átján mögulegum en Antwerp endar í 2. sætinu með tólf stig.

Leicester endaði einnig í efsta sætinu í sínum riðli en þeir unnu G-riðilinn eftir 2-0 sigur á AEK Aþenu á heimavelli í kvöld. Cengiz Under og Harvey Barnes skoruðu mörkin með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, á 12. og 14. mínútu.

Arnór Sigurðsson spilaði allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-1 fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Hörður Björgvin Magnússon var ekki með CSKA sem endar í fjórða og síðasta sæti K-riðilsins.

Jens Petter Hauge heldur áfram að gera það gott fyrir AC Milan eftir að hafa komið til félagsins frá Alfons Sampsted og félögum í Bodo/Glimt. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigrinum á Sparta Prague sem tryggði AC efsta sætið í H-riðlinum.

Öll úrslit kvöldsins:

A-riðill:


CSKA Sofia - Roma 3-1

Young Boys - Cluj 2-1

B-riðill:

Dundalk - Arsenal 2-4

Rapid Vín - Molde 1-2

C-riðill:

Bayer Leverkusen - Slavia Prag 4-0

Hapoel Beer Sheva - Nice 1-0

D-riðill:

Lech Poznan - Rangers 0-2

Standard Liege - Benfica 2-2

E-riðill:

PAOK - Granada 0-0

PSV - Omonia 4-0

F-riðill:

Rijeka - AZ Alkmaar 2-1

Napoli - Real Sociedad 1-1

G-riðill:

Leicester - AEK 2-0

Braga - Zorya 2-0

H-riðill:

Celtic - Lille 3-2

Sparta Prague - AC Milan 0-1

I-riðill:

Maccabi Tel Aviv - Sivasspor 1-0

J-riðill:

Ludogorets - LASK 1-3

Tottenham - Antwerp 2-0

K-riðill:

Dinamo Zagreb - CSKA Moskva 3-1

Wolfsberger - Feyenoord 1-0

L-riðill:

Hoffenheim - Gent 4-1

Slovan Liberec - Crvena Zvezda 0-0

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira