Stefnt að 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 08:55 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnir ný markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi á laugardag. Vísir/Vilhelm Uppfært markmið Ísands í loftslagsmálum kveður á um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu. Markmiðið var áður 40 prósenta samdráttur miðað við árið 1990 en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun kynna þessi nýju markmið stjórnvalda á leiðtogafundi næstkomandi laugardag. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna með breskum og frönskum stjórnvöldum, í samvinnu við Chíle og Ítalíu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Á fundinum mun Katrín kynna þrjú ný markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum: Aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030, en það markmið tengist samfloti Íslands með ESB og Noregi , Efldar aðgerðir til að ná markmiði Íslands um um kolefnishlutleysi árið 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030, Aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, einkum á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar. Að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins tekur tilkynning Íslands um meiri samdrátt í losun mið af stöðu landsins í samfloti nærri þrjátíu Evrópuríkja innan vébanda Parísarsamningsins: „Þar ætla ríkin sameiginlega að ná 40% samdrætti í losun til 2030 m.v. 1990, skv. núverandi skuldbindingu. Ísland og Noregur gerðu samkomulag við ESB árið 2019 um hlut ríkjanna í því sameiginlega markmiði, með hliðsjón af þátttöku ríkjanna tveggja í viðskiptakerfi um losunarheimildir (ETS). Losun innan ETS er hvað Ísland varðar einkum á sviði stóriðju og flugs og þar bera fyrirtæki ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun. Ekki liggur fyrir hvernig ábyrgð verður skipt á milli ríkja þegar metnaðarstig varðandi samdrátt verður hækkað úr 40% í 55% en núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur mið af því að ná meiri samdrætti í losun en krafist er skv. núverandi skuldbindingum. Noregur hefur gefið sambærilega yfirlýsingu og Ísland um vilja til aukins metnaðar, auk margra ríkja ESB, en ekki liggur fyrir sameiginleg ákvörðun af hálfu ESB,“ segir í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér. Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Markmiðið var áður 40 prósenta samdráttur miðað við árið 1990 en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun kynna þessi nýju markmið stjórnvalda á leiðtogafundi næstkomandi laugardag. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna með breskum og frönskum stjórnvöldum, í samvinnu við Chíle og Ítalíu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Á fundinum mun Katrín kynna þrjú ný markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum: Aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030, en það markmið tengist samfloti Íslands með ESB og Noregi , Efldar aðgerðir til að ná markmiði Íslands um um kolefnishlutleysi árið 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030, Aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, einkum á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar. Að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins tekur tilkynning Íslands um meiri samdrátt í losun mið af stöðu landsins í samfloti nærri þrjátíu Evrópuríkja innan vébanda Parísarsamningsins: „Þar ætla ríkin sameiginlega að ná 40% samdrætti í losun til 2030 m.v. 1990, skv. núverandi skuldbindingu. Ísland og Noregur gerðu samkomulag við ESB árið 2019 um hlut ríkjanna í því sameiginlega markmiði, með hliðsjón af þátttöku ríkjanna tveggja í viðskiptakerfi um losunarheimildir (ETS). Losun innan ETS er hvað Ísland varðar einkum á sviði stóriðju og flugs og þar bera fyrirtæki ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun. Ekki liggur fyrir hvernig ábyrgð verður skipt á milli ríkja þegar metnaðarstig varðandi samdrátt verður hækkað úr 40% í 55% en núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur mið af því að ná meiri samdrætti í losun en krafist er skv. núverandi skuldbindingum. Noregur hefur gefið sambærilega yfirlýsingu og Ísland um vilja til aukins metnaðar, auk margra ríkja ESB, en ekki liggur fyrir sameiginleg ákvörðun af hálfu ESB,“ segir í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér.
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira