Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 07:01 Sara Björk fagnar Evrópumeistaratitlinum með Lyon til vinstri á meðan stofnendur Heimavallarins, þær Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir eru hér á hægri hönd. Hulda hefur ákveðið að blása til sóknar og opna vefsíðu. Vísir/Heimavöllurinn Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira