Íslenski boltinn

Arnór Smárason í Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Smárason í landsleik Íslands og Kína 2017.
Arnór Smárason í landsleik Íslands og Kína 2017. getty/Lintao Zhang

Arnór Smárason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Hann kemur til Íslandsmeistaranna frá Lillestrøm.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Arnór leikur hér á landi. Hann fór frá ÍA til Heerenveen í Hollandi 2004 og hefur leikið erlendis síðan þá.

Auk Heerenveen hefur Arnór leikið með Esbjerg í Danmörku, Helsingborg og Hammarby í Svíþjóð, Torpedo Moskvu í Rússlandi og nú síðast með Lillestrøm í Noregi.

Skagamaðurinn kveður Lillestrøm eftir að hafa hjálpað liðinu að komast upp í norsku úrvalsdeildina.

Arnór, sem er 32 ára, hefur leikið 26 landsleiki og skorað þrjú mörk.

Arnór Smárason gengur til liðs við Val Knattspyrnudeild Vals og Arnór Smárason hafa komist að samkomulagi um að Arnór...

Posted by Valur Fótbolti on Wednesday, December 9, 2020

Tengdar fréttir

Eiður Aron aftur í ÍBV

Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er snúinn aftur í raðir ÍBV. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Eyjamenn sendu út nú rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×