Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:32 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir féllust saman á nokkrar breytingar í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05
Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50