Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:32 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir féllust saman á nokkrar breytingar í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05
Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?