Fastur í Tókýó: „Legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Víkingur er einn besti píanóleikari landsins @vikingurolafsson Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er sem stendur staddur í Japan á tónleikaferðalagi og verður hann fastur þar einn yfir jólin. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira