Algjör umturnun á lífi Andra á átta árum: „Fannst hún vera fangi út af mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2020 10:31 Andri og Sara eiga í dag tvö börn saman. Fyrir átta árum hitti Sindri Sindrason Andra Hrafn Agnarsson sem glímdi við ófrjósemi en það hafði gríðarleg áhrif á líðan hans. Hann var hræddur, óöruggur og vonlítill um að verða nokkurn tímann pabbi. Þá var hann þrítugur en þrátt fyrir að eitt af hverjum sex pörum þurfi hjálp við að eignast barn var lítið sem ekkert talað um þessi mál fyrir ekki lengri tíma síðan. Andri hefur unnið mikið í sjálfum sér á þessum átta árum og í Íslandi í dag á Stöð 2 var rætt aftur við Andra en segja má að líf hans hafi algjörlega tekið u-beygju. Viðtalið við Andra fyrir átta árum var rifjað upp í gær og var hann þá í raun mjög þunglyndur. „Ég var kominn með algjört ógeð af því að skammast mín fyrir þessa hluti. Þetta breytti öllum mínum karakter og ég fór að verða frekar félagsfælinn og kvíðinn. Það lýsti sér þannig að mér var farið að finnast óþægilegt að vera í kringum hóp af fólki, því það er oft verið að grínast með barneignir og svona. Það var gjörsamlega að éta mig að innan,“ segir Andri sem gat ekki hugsað sér að tala við nokkurn skapaðan mann um ófrjósemina. Andri með eldri dóttur sinni og Söru. „Ég var hundrað prósent þunglyndur á þessum tíma og mér leið alveg ömurlega og byrjaði að einangra mig og ég man sérstaklega eftir einni helgi þar sem ég var í vaktafríi og ég kem heim á fimmtudagskvöldi, leggst upp í rúm og slekk ljósin og ég fer í raun ekkert út úr herberginu fyrr en á mánudegi.“ Hann segist þá hafa hugsað hver væri hans tilgangur. „Ég átti ofboðslega erfitt með að sjá það í huga mér hvernig ég ætti að geta haldið áfram,“ segir Andri sem íhugaði í raun aldrei að enda líf sitt en segir þó að ekkert líf hafi verið framundan að hans mati. Andri segir í raun ótrúlegt að eiginkona hans Sara hafi aldrei yfirgefið hann, en hann sjálfur tók eitt sinn þá ákvörðun að slíta sambandinu, samviskubit hans var of mikið. „Ég segi það við hana inni í stofu heima hjá okkur að ég vilji slíta þessu sambandi og hún hafi ekkert um það að segja. Svo fór ég inn í herbergi og lokaði á eftir mér. Ég var með svo mikið samviskubit að halda henni í þessu sambandi og mér fannst hún vera fangi út af mér og ég vild bara ekki að hún þyrfti að upplifa þetta. Það liðu nokkrar mínútur og hún kemur svo inn í herbergi þar sem ég ligg skælandi og segir við mig að hún vilji aldrei heyra þetta frá mér aftur. Við séum bara saman í þessu og ef hún eignast ekki börn með mér, þá þurfi hún ekki að eignast börn.“ Þegar yngri dótturin kom í heiminn. Andri segir að eftir fyrra viðtalið hafi fjölmörg vinapör þeirra farið að stað með söfnun og vorum þeim afhentar sjö hundruð þúsund krónur í matarboði þegar þau héldu að þau væru á leiðinni í matarboð til foreldra hans. Þar var vinahópurinn mættur með gjöfina svo þau gætu hafið ferlið að eignast barn. Andri fór því næst í rannsóknir. „Þar er meðal annars tekið sýni með nál og stungið inn í eistað á þér. Þar er sótt fruma til að kanna hvort það sé mögulega fruma sem skilar sér ekki í sæðisvökva sem væri hægt að nýta í glasafrjóvgun.“ Það kemur í ljós að það hafi fundist frumur en það var þó ekki hægt að nota þær, tæknin væri bara ekki þannig. Með tímanum myndi það síðan örugglega breytast. Þau tóku því þá ákvörðun að fá sæðisgjafa frá Danmörku og það tókst í annarri tilraun. „Í dag skiptir þetta mig engu máli og mér er svo nákvæmlega sama. Ég tengdist henni strax,“ segir Andri sem fór þarna að hafa áhyggjur af því að stelpan myndi jafnvel hafna honum í framtíðinni. Hann segir að hann myndi aldrei neita henni að leita uppruna síns í framtíðinni, valið sé alltaf hennar. Andri segist átta sig á því í dag að það sé mikill munur á því að vera blóðfaðir barn og síðan einfaldlega pabbinn. „Ég er í dag gríðarlega þakklátur þessum einstaklingi. Það er mjög gott að minna sig á hvað maður getur verið þakklátur fyrir og þetta er bara okkar saga,“ segir Andri en fyrir þremur mánuðum kom önnur stúlka í heiminn með aðstoð gjafasæði og tók það átta tilraunir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hér að neðan má sjá innslagið fyrir átta árum. Andri Hrafn heldur sjálfur úti hlaðvarpi þar sem hann reynir að koma tilfinningum sínum á framfæri og ræðir þær. Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Sjá meira
Hann var hræddur, óöruggur og vonlítill um að verða nokkurn tímann pabbi. Þá var hann þrítugur en þrátt fyrir að eitt af hverjum sex pörum þurfi hjálp við að eignast barn var lítið sem ekkert talað um þessi mál fyrir ekki lengri tíma síðan. Andri hefur unnið mikið í sjálfum sér á þessum átta árum og í Íslandi í dag á Stöð 2 var rætt aftur við Andra en segja má að líf hans hafi algjörlega tekið u-beygju. Viðtalið við Andra fyrir átta árum var rifjað upp í gær og var hann þá í raun mjög þunglyndur. „Ég var kominn með algjört ógeð af því að skammast mín fyrir þessa hluti. Þetta breytti öllum mínum karakter og ég fór að verða frekar félagsfælinn og kvíðinn. Það lýsti sér þannig að mér var farið að finnast óþægilegt að vera í kringum hóp af fólki, því það er oft verið að grínast með barneignir og svona. Það var gjörsamlega að éta mig að innan,“ segir Andri sem gat ekki hugsað sér að tala við nokkurn skapaðan mann um ófrjósemina. Andri með eldri dóttur sinni og Söru. „Ég var hundrað prósent þunglyndur á þessum tíma og mér leið alveg ömurlega og byrjaði að einangra mig og ég man sérstaklega eftir einni helgi þar sem ég var í vaktafríi og ég kem heim á fimmtudagskvöldi, leggst upp í rúm og slekk ljósin og ég fer í raun ekkert út úr herberginu fyrr en á mánudegi.“ Hann segist þá hafa hugsað hver væri hans tilgangur. „Ég átti ofboðslega erfitt með að sjá það í huga mér hvernig ég ætti að geta haldið áfram,“ segir Andri sem íhugaði í raun aldrei að enda líf sitt en segir þó að ekkert líf hafi verið framundan að hans mati. Andri segir í raun ótrúlegt að eiginkona hans Sara hafi aldrei yfirgefið hann, en hann sjálfur tók eitt sinn þá ákvörðun að slíta sambandinu, samviskubit hans var of mikið. „Ég segi það við hana inni í stofu heima hjá okkur að ég vilji slíta þessu sambandi og hún hafi ekkert um það að segja. Svo fór ég inn í herbergi og lokaði á eftir mér. Ég var með svo mikið samviskubit að halda henni í þessu sambandi og mér fannst hún vera fangi út af mér og ég vild bara ekki að hún þyrfti að upplifa þetta. Það liðu nokkrar mínútur og hún kemur svo inn í herbergi þar sem ég ligg skælandi og segir við mig að hún vilji aldrei heyra þetta frá mér aftur. Við séum bara saman í þessu og ef hún eignast ekki börn með mér, þá þurfi hún ekki að eignast börn.“ Þegar yngri dótturin kom í heiminn. Andri segir að eftir fyrra viðtalið hafi fjölmörg vinapör þeirra farið að stað með söfnun og vorum þeim afhentar sjö hundruð þúsund krónur í matarboði þegar þau héldu að þau væru á leiðinni í matarboð til foreldra hans. Þar var vinahópurinn mættur með gjöfina svo þau gætu hafið ferlið að eignast barn. Andri fór því næst í rannsóknir. „Þar er meðal annars tekið sýni með nál og stungið inn í eistað á þér. Þar er sótt fruma til að kanna hvort það sé mögulega fruma sem skilar sér ekki í sæðisvökva sem væri hægt að nýta í glasafrjóvgun.“ Það kemur í ljós að það hafi fundist frumur en það var þó ekki hægt að nota þær, tæknin væri bara ekki þannig. Með tímanum myndi það síðan örugglega breytast. Þau tóku því þá ákvörðun að fá sæðisgjafa frá Danmörku og það tókst í annarri tilraun. „Í dag skiptir þetta mig engu máli og mér er svo nákvæmlega sama. Ég tengdist henni strax,“ segir Andri sem fór þarna að hafa áhyggjur af því að stelpan myndi jafnvel hafna honum í framtíðinni. Hann segir að hann myndi aldrei neita henni að leita uppruna síns í framtíðinni, valið sé alltaf hennar. Andri segist átta sig á því í dag að það sé mikill munur á því að vera blóðfaðir barn og síðan einfaldlega pabbinn. „Ég er í dag gríðarlega þakklátur þessum einstaklingi. Það er mjög gott að minna sig á hvað maður getur verið þakklátur fyrir og þetta er bara okkar saga,“ segir Andri en fyrir þremur mánuðum kom önnur stúlka í heiminn með aðstoð gjafasæði og tók það átta tilraunir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hér að neðan má sjá innslagið fyrir átta árum. Andri Hrafn heldur sjálfur úti hlaðvarpi þar sem hann reynir að koma tilfinningum sínum á framfæri og ræðir þær.
Frjósemi Ísland í dag Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Sjá meira