Skrautlegt ferðalag skrautlegra skepna til Íslands Benedikt útgáfa 7. desember 2020 12:09 Sænski arkitektinn og teiknarinn Maja Safström er höfundur bókar vikunnar á Vísi, Handbók um skrautlegar skepnur. Bók vikunnar á Vísi er Handbók um skrautlegar skepnur eftir Maju Safström. Benedikt útgáfa gefur bókina út. „Við hjá Benedikt einbeitum okkur helst að skáldskap fyrir fullorðna En við höfum haft ánægju að því að hafa á listanum eina barnabók á ári. Fyrst voru það stuttar franskar myndabækur, klassíkerar sem ég las fyrir börnin mín fyrir löngu, í fyrra bók um Randalín og Munda eftir Þórdísi Gísladóttur og nú er það Myndskreytt handbók um skrautlegar skepnur eftir hina sænsku Maju Safström, segir Guðrún Vilmundardóttir, eigandi Benedikt útgáfu. Guðrún Vilmundardóttir, eigandi Benedikt útgáfu. Auk Skrautlegra skepna hefur Benedikt gefið út í haust skáldsögur eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Jón Kalman Stefánsson og Sigríði Hagalín, ljóð eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Loka og Þórdísi Gísladóttur og dagbók Óskars Árna Óskarssonar frá Stykkishólmi auk þýddra skáldsagna. Skrautlegar skepnur duttu reyndar óvænt inn á útgáfulista Benedikts. „Það er raunar svolítið ævintýralegt hvernig bókin rataði til mín. Ég heyrði fyrst af henni á bókamessu í London; ekki „í vinnunni,” heldur í mat með fransk-sænskri vinkonu um kvöldið. Einhverra hluta vegna komst til tals að hún væri að lesa þessa bók með dóttur sinni, hún væri svo frábær, og höfundurinn með fallega instagram-síðu sem hún sýndi mér. Það var svo eitthvað óvenjulegt bras að hafa uppi á bókinni, en það hafðist að lokum og ég gladdist mjög þegar ég loksins fékk eintak í hendur. Nokkrum mánuðum síðar var Guðrún stödd í Stokkhólmi í þriggja daga heimsókn til sænskra kollega sinna og leit þá við á vinnustofu Maju. „Dagskráin var þéttskipuð en einhvern tíma átti ég tvo tíma lausa og var að velta fyrir mér hvernig ég ætti að eyða þeim þegar upp á Instagram hjá mér dúkkar að Maja Safström sé með búð/vinnustofu sem var akkúrat opin þá stundina og á þarnæsta horni við mig. Ég náttúrlega þangað og þvílíkt himnaríki! Svo fallegar teikningar og plaköt og póstkort, nælur og bollar og myndskreytt límband, mér fannst allt fallegt þarna inni. Og auðvitað bækurnar,“ segir Guðrún. Vinnustofa Maju í Stokkhólmi Þær Maja tóku tal saman og fékk Guðrún að heyra hvernig höfundarferill Maju hófst. „Hún sagði mér skemmtilega sögu af því hvernig útgáfurisinn ameríski Penguin Randomhouse hefði “uppgötvað hana” á Instagram. Sendu henni email og buðu útgáfusamning. Hún fór með bréfið til sænska rithöfundasambandsins sem sagðist bara aldrei hafa séð annað eins og þetta væri örugglega einhvers konar Nígeríusvindl. Hún rannsakaði málið betur með hjálp lögfræðinga í vinahópnum og viti menn, þetta var alls ekkert svindl og Handbók um skrautlegar skepnur kom fyrst út í Ameríku,“ segir Guðrún. Hún hafi falast eftir að fá að gefa bókina út á Íslandi og þá komu skemmtileg tengsl í ljós. „Maja gladdist yfir því að íslenskur útgefandi hefði áhuga á bókinni og sagði svo að hana hefði alltaf dreymt um að koma til landsins. Pabbi hennar hefði unnið þar mikið á árum áður og bæri landinu vel söguna. „Nú, og við hvað var pabbi þinn að vinna á Íslandi?“ spurði ég. „Hann var kvikmyndatökumaður,“ svo þurfti hún aðeins að vanda sig við framburðinn á nafninu; „og vann með Hrafni Gunnlaugssyni!“. Ég hef þekkt Krumma frá blautu barnsbeini og fannst þetta reglulega skemmtilegt samsafn af tilviljunum,“ segir Guðrún. Skrautlegu skepnurnar hennar Maju hafi síðan tengst fjölskyldunni enn meira. „Ég fékk mömmu, Valgerði Bjarnadóttur, til að þýða bókina - hún þakkar Náttúrufræðistofnun fyrir hjálpina, þar fékk hún svör við einu og öðru - þannig að hún er eiginlega bara fjölskyldumeðlimur, þessi fallega og fróðlega bók. Klippa: Benedikt útgáfa bók vikunnar á vísi Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
„Við hjá Benedikt einbeitum okkur helst að skáldskap fyrir fullorðna En við höfum haft ánægju að því að hafa á listanum eina barnabók á ári. Fyrst voru það stuttar franskar myndabækur, klassíkerar sem ég las fyrir börnin mín fyrir löngu, í fyrra bók um Randalín og Munda eftir Þórdísi Gísladóttur og nú er það Myndskreytt handbók um skrautlegar skepnur eftir hina sænsku Maju Safström, segir Guðrún Vilmundardóttir, eigandi Benedikt útgáfu. Guðrún Vilmundardóttir, eigandi Benedikt útgáfu. Auk Skrautlegra skepna hefur Benedikt gefið út í haust skáldsögur eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Jón Kalman Stefánsson og Sigríði Hagalín, ljóð eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Loka og Þórdísi Gísladóttur og dagbók Óskars Árna Óskarssonar frá Stykkishólmi auk þýddra skáldsagna. Skrautlegar skepnur duttu reyndar óvænt inn á útgáfulista Benedikts. „Það er raunar svolítið ævintýralegt hvernig bókin rataði til mín. Ég heyrði fyrst af henni á bókamessu í London; ekki „í vinnunni,” heldur í mat með fransk-sænskri vinkonu um kvöldið. Einhverra hluta vegna komst til tals að hún væri að lesa þessa bók með dóttur sinni, hún væri svo frábær, og höfundurinn með fallega instagram-síðu sem hún sýndi mér. Það var svo eitthvað óvenjulegt bras að hafa uppi á bókinni, en það hafðist að lokum og ég gladdist mjög þegar ég loksins fékk eintak í hendur. Nokkrum mánuðum síðar var Guðrún stödd í Stokkhólmi í þriggja daga heimsókn til sænskra kollega sinna og leit þá við á vinnustofu Maju. „Dagskráin var þéttskipuð en einhvern tíma átti ég tvo tíma lausa og var að velta fyrir mér hvernig ég ætti að eyða þeim þegar upp á Instagram hjá mér dúkkar að Maja Safström sé með búð/vinnustofu sem var akkúrat opin þá stundina og á þarnæsta horni við mig. Ég náttúrlega þangað og þvílíkt himnaríki! Svo fallegar teikningar og plaköt og póstkort, nælur og bollar og myndskreytt límband, mér fannst allt fallegt þarna inni. Og auðvitað bækurnar,“ segir Guðrún. Vinnustofa Maju í Stokkhólmi Þær Maja tóku tal saman og fékk Guðrún að heyra hvernig höfundarferill Maju hófst. „Hún sagði mér skemmtilega sögu af því hvernig útgáfurisinn ameríski Penguin Randomhouse hefði “uppgötvað hana” á Instagram. Sendu henni email og buðu útgáfusamning. Hún fór með bréfið til sænska rithöfundasambandsins sem sagðist bara aldrei hafa séð annað eins og þetta væri örugglega einhvers konar Nígeríusvindl. Hún rannsakaði málið betur með hjálp lögfræðinga í vinahópnum og viti menn, þetta var alls ekkert svindl og Handbók um skrautlegar skepnur kom fyrst út í Ameríku,“ segir Guðrún. Hún hafi falast eftir að fá að gefa bókina út á Íslandi og þá komu skemmtileg tengsl í ljós. „Maja gladdist yfir því að íslenskur útgefandi hefði áhuga á bókinni og sagði svo að hana hefði alltaf dreymt um að koma til landsins. Pabbi hennar hefði unnið þar mikið á árum áður og bæri landinu vel söguna. „Nú, og við hvað var pabbi þinn að vinna á Íslandi?“ spurði ég. „Hann var kvikmyndatökumaður,“ svo þurfti hún aðeins að vanda sig við framburðinn á nafninu; „og vann með Hrafni Gunnlaugssyni!“. Ég hef þekkt Krumma frá blautu barnsbeini og fannst þetta reglulega skemmtilegt samsafn af tilviljunum,“ segir Guðrún. Skrautlegu skepnurnar hennar Maju hafi síðan tengst fjölskyldunni enn meira. „Ég fékk mömmu, Valgerði Bjarnadóttur, til að þýða bókina - hún þakkar Náttúrufræðistofnun fyrir hjálpina, þar fékk hún svör við einu og öðru - þannig að hún er eiginlega bara fjölskyldumeðlimur, þessi fallega og fróðlega bók. Klippa: Benedikt útgáfa bók vikunnar á vísi
Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira