Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2020 13:25 Konum er ráðlagt að fara ekki í bólusetningu gegn Covid-19 ef þær hyggjast verða óléttar innan þriggja mánaða. Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. Þá er konum ráðlagt að gefa sig ekki fram til bólusetningar ef þær hyggjast verða óléttar innan þriggja mánaða frá fyrstu bólusetningu. Þau bóluefni sem eru á lokastigum rannsókna eða eru þegar til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum krefjast þess að hver einstaklingur fái tvo skammta af bóluefninu, með tveggja til þriggja vikna millibili. Þess ber að geta að ráðleggingarnar kunna að breytast eftir því sem rannsóknum á bóluefninum vindur fram og þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi eftir upplýsingafund í dag að þessi mál væru ennþá í skoðun hérlendis. Forráðamenn séu upplýstir um áhættuna Í ráðleggingum breska sérfræðinganefndarinnar um bólusetningar segir um börn að mjög takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um bólusetningu við Covid-19 meðal ungmenna og engar um börn. Þá er bent á að næstum öll börn sýni annað hvort engin eða mild einkenni. Því er ekki mælt með bólusetningum fyrir börn, nema þau séu í sérstökum áhættuhópum. Enn fremur verður heilbrigðisstarfsfólki gert að upplýsa forráðamenn um áhættur og gagnsemi bólusetningar og um skort á öryggisgögnum er varðar börn yngri en 16 ára. Forgangshóparnir ná utan um 99% dauðsfalla sem hægt er að koma í veg fyrir Samkvæmt ráðleggingunum, sem voru síðast uppfærðar 2. desember, eru forgangshóparnir í bólusetningu gegn Covid-19 níu talsins. Í fyrstu fimm hópunum eru íbúar og starfsmenn dvalarheimila, framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu, afar viðkvæmir einstaklingar og 65 ára og eldri. Í hópi fimm eru einstaklingar á aldrinum 16-64 með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og í hópum sex til níu einstaklingar á aldrinum 50-60 ára. Áætlað er að með bólusetningu ofangreindra áhættuhópa sé búið að ná utan um þann hóp þar sem 99% þeirra dauðsfalla sem koma má í veg fyrir hefðu annars átt sér stað. Ráðleggingar bresku sérfræðinganefndarinnar um bólusetningar gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Þá er konum ráðlagt að gefa sig ekki fram til bólusetningar ef þær hyggjast verða óléttar innan þriggja mánaða frá fyrstu bólusetningu. Þau bóluefni sem eru á lokastigum rannsókna eða eru þegar til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum krefjast þess að hver einstaklingur fái tvo skammta af bóluefninu, með tveggja til þriggja vikna millibili. Þess ber að geta að ráðleggingarnar kunna að breytast eftir því sem rannsóknum á bóluefninum vindur fram og þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi eftir upplýsingafund í dag að þessi mál væru ennþá í skoðun hérlendis. Forráðamenn séu upplýstir um áhættuna Í ráðleggingum breska sérfræðinganefndarinnar um bólusetningar segir um börn að mjög takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um bólusetningu við Covid-19 meðal ungmenna og engar um börn. Þá er bent á að næstum öll börn sýni annað hvort engin eða mild einkenni. Því er ekki mælt með bólusetningum fyrir börn, nema þau séu í sérstökum áhættuhópum. Enn fremur verður heilbrigðisstarfsfólki gert að upplýsa forráðamenn um áhættur og gagnsemi bólusetningar og um skort á öryggisgögnum er varðar börn yngri en 16 ára. Forgangshóparnir ná utan um 99% dauðsfalla sem hægt er að koma í veg fyrir Samkvæmt ráðleggingunum, sem voru síðast uppfærðar 2. desember, eru forgangshóparnir í bólusetningu gegn Covid-19 níu talsins. Í fyrstu fimm hópunum eru íbúar og starfsmenn dvalarheimila, framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu, afar viðkvæmir einstaklingar og 65 ára og eldri. Í hópi fimm eru einstaklingar á aldrinum 16-64 með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og í hópum sex til níu einstaklingar á aldrinum 50-60 ára. Áætlað er að með bólusetningu ofangreindra áhættuhópa sé búið að ná utan um þann hóp þar sem 99% þeirra dauðsfalla sem koma má í veg fyrir hefðu annars átt sér stað. Ráðleggingar bresku sérfræðinganefndarinnar um bólusetningar gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira