Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2020 08:18 Maduro forseti greiðir atkvæði í þingkosningunum í gær. Stjórnarandstaðan sakar hann um að hafa rangt við. AP/Ariana Cubillos Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa. Venesúela Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa.
Venesúela Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira