Landsbankahúsið á Ísafirði til sölu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 23:39 Landsbankinn fékk 350 milljónir fyrir húsið á Selfossi. Húsið á Ísafirði er töluvert minna og fróðlegt verður að sjá hvað fæst fyrir það. Landsbankinn Landsbankinn hefur sett hús sitt við Pólgötu 1 á Ísafirði á sölu. Bankinn seldi á dögunum hús sitt á Selfossi á 350 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í eignina í höfuðstað Vestfjarða. Húsið, sem var reist á árunum 1956-1958, setur sterkan svip á umhverfi sitt og er almennt talið eitt af fallegustu húsum miðbæjarins. Útibú Landsbankans hefur verið rekið í húsinu en til stendur að útibúið verið flutt yfir götuna í Hafnarstræti 19 þar sem Sparisjóður Vestfirðinga var áður til húsa. „Þar er betri aðstaða og aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess sem húsnæðið er hagkvæmara og hentar starfseminni betur,“ segir í auglýsingu Landsbankans. Bankinn þurfi ekki svo stórt húsnæði Landsbankahúsið á Ísafirði er á fjórum hæðum, að kjallara og rishæð meðtöldum. Grunnflötur hússins er um 220 fermetrar en alls er húsið um 830 fermetrar. Til samanburðar var húsið á Selfossi um 1200 fermetrar. „Breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú mun minna húsnæði undir starfsemi sína. Þegar húsið var tekið í notkun voru í kjallara m.a. fjárhirslur, geymsluhólf og kaffistofa starfsfólks.“ Afgreiðslusalur og aðstaða fyrir viðskiptavini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyrir útibússtjóra og gestaherbergi fyrir viðskiptavini og starfsfólk bankans sem dvaldi um stundarsakir á Ísafirði. Rishæðin var leigð út til að byrja með. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið stendur á rúmlega 730 m2 eignarlóð og því fylgir 57 m2 bílskúr. Fasteignasala Vestfjarða og Fasteignamiðstöðin annast sölu á húsinu. Landsbankinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum í húsið. Hvatti bankann til að flytja höfuðstöðvarnar á Selfoss Landsbankinn tók tilboði þróunarfélagsins Sigtúns í Landsbankahúsið á Selfossi en tilboðið hljómaði upp á 352 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust og var því hæsta tekið. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja undanfarin ár. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss.Vísir/Magnús Hlynur Kristján tilkynnti á árinu að börn hans væru orðnir eigendur að hans hlut í Samherja. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann fyrir að setja húsið á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur. Íslenskir bankar Ísafjarðarbær Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Húsið, sem var reist á árunum 1956-1958, setur sterkan svip á umhverfi sitt og er almennt talið eitt af fallegustu húsum miðbæjarins. Útibú Landsbankans hefur verið rekið í húsinu en til stendur að útibúið verið flutt yfir götuna í Hafnarstræti 19 þar sem Sparisjóður Vestfirðinga var áður til húsa. „Þar er betri aðstaða og aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess sem húsnæðið er hagkvæmara og hentar starfseminni betur,“ segir í auglýsingu Landsbankans. Bankinn þurfi ekki svo stórt húsnæði Landsbankahúsið á Ísafirði er á fjórum hæðum, að kjallara og rishæð meðtöldum. Grunnflötur hússins er um 220 fermetrar en alls er húsið um 830 fermetrar. Til samanburðar var húsið á Selfossi um 1200 fermetrar. „Breytingar á bankaþjónustu valda því að útibúið þarf nú mun minna húsnæði undir starfsemi sína. Þegar húsið var tekið í notkun voru í kjallara m.a. fjárhirslur, geymsluhólf og kaffistofa starfsfólks.“ Afgreiðslusalur og aðstaða fyrir viðskiptavini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyrir útibússtjóra og gestaherbergi fyrir viðskiptavini og starfsfólk bankans sem dvaldi um stundarsakir á Ísafirði. Rishæðin var leigð út til að byrja með. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið stendur á rúmlega 730 m2 eignarlóð og því fylgir 57 m2 bílskúr. Fasteignasala Vestfjarða og Fasteignamiðstöðin annast sölu á húsinu. Landsbankinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum í húsið. Hvatti bankann til að flytja höfuðstöðvarnar á Selfoss Landsbankinn tók tilboði þróunarfélagsins Sigtúns í Landsbankahúsið á Selfossi en tilboðið hljómaði upp á 352 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust og var því hæsta tekið. Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja undanfarin ár. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi. Landsbankahúsið á Selfossi þykir eitt af glæsilegustu húsum á Suðurlandi og er eitt af einkennistáknum fyrir Selfoss.Vísir/Magnús Hlynur Kristján tilkynnti á árinu að börn hans væru orðnir eigendur að hans hlut í Samherja. Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann fyrir að setja húsið á Selfossi á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur.
Íslenskir bankar Ísafjarðarbær Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira