Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2020 21:11 Hrefna Erlinda Valdemarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Hrefnu, með reyktan regnbogasilung úr eldiskvíum í Önundarfirði. Egill Aðalsteinsson Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. Fiskeldið er helsti vaxtarsproti Vestfjarða um þessar mundir en í kvíum í Önundarfirði er verið að ala regnbogasilung, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Fiskeldisbáturinn Aldan ÍS-47 við kvíar í Önundarfirði. Flateyri í baksýn.Egill Aðalsteinsson Í litlu húsi yst á Flateyrarodda stofnaði ungur Flateyringur Fiskvinnsluna Hrefnu í fyrra. Hún heitir Hrefna Valdemarsdóttir og fullvinnur matvæli úr eldisfiski. „Hérna er reykti laxinn og grafni laxinn úr Dýrafirði frá Arctic. Og svo er það regnboginn úr Önundarfirði, sem ég fæ bara beint hérna inn um dyrnar,“ segir Hrefna um leið og hún sýnir okkur vörurnar, sem eru áframvinnsla úr fiskeldinu. Hún er einnig að þróa nýja vöru sem hún kallar laxgæti, eða sælgæti úr laxi, sem hún segir í líkingu við „beef jerky“. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson Hún selur matvælin undir vörumerkinu Ísfirðingur. Starfsmennirnir eru orðnir þrír og Hrefna segir söluna ganga ágætlega. „Það virðist vera rosalegur áhugi og salan aðeins aukist, svona miðað við ástandið í dag. Náttúrlega covid hefur áhrif á alla. En ég myndi segja að þetta væri bara rosalega fínt í dag. Við höldum bara áfram að vinna í okkar markaðsmálum til að ná meiru,“ segir Hrefna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Einnig verður rætt við Hrefnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Ísafjarðarbær Fiskeldi Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Um land allt Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fiskeldið er helsti vaxtarsproti Vestfjarða um þessar mundir en í kvíum í Önundarfirði er verið að ala regnbogasilung, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Fiskeldisbáturinn Aldan ÍS-47 við kvíar í Önundarfirði. Flateyri í baksýn.Egill Aðalsteinsson Í litlu húsi yst á Flateyrarodda stofnaði ungur Flateyringur Fiskvinnsluna Hrefnu í fyrra. Hún heitir Hrefna Valdemarsdóttir og fullvinnur matvæli úr eldisfiski. „Hérna er reykti laxinn og grafni laxinn úr Dýrafirði frá Arctic. Og svo er það regnboginn úr Önundarfirði, sem ég fæ bara beint hérna inn um dyrnar,“ segir Hrefna um leið og hún sýnir okkur vörurnar, sem eru áframvinnsla úr fiskeldinu. Hún er einnig að þróa nýja vöru sem hún kallar laxgæti, eða sælgæti úr laxi, sem hún segir í líkingu við „beef jerky“. Frá Flateyri við Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson Hún selur matvælin undir vörumerkinu Ísfirðingur. Starfsmennirnir eru orðnir þrír og Hrefna segir söluna ganga ágætlega. „Það virðist vera rosalegur áhugi og salan aðeins aukist, svona miðað við ástandið í dag. Náttúrlega covid hefur áhrif á alla. En ég myndi segja að þetta væri bara rosalega fínt í dag. Við höldum bara áfram að vinna í okkar markaðsmálum til að ná meiru,“ segir Hrefna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Einnig verður rætt við Hrefnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, sem fjallar um Flateyri og Önundarfjörð. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Ísafjarðarbær Fiskeldi Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Um land allt Tengdar fréttir Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. 25. nóvember 2020 23:45
Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46