„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. desember 2020 11:31 Brynjar er margfaldur Íslandsmeistari. STÖÐ 2 SPORT SKJÁSKOT Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sér ekki eftir því að hafa leikið með Tindastóli tímabilið 2018/2019. Hann segir að hann hafi þurft að breyta til, yfirgefa uppeldisfélagið KR og finna gleðina fyrir körfuboltanum á ný. Körfuboltakvöldið er á ís vegna kórónuveirunnar eins og er, en Brynjar hefur leikið með KR allan sinn feril á Íslandi ef undanskilið er tímabilið 2018/2019. Þá ákvað Brynjar að semja við Tindastól, sem kom mörgum í opna skjöldu, en Brynjar gerði upp tímann hjá Stólunum í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. „Þetta er áður en allt fór til fjandans,“ sagði Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki þar sem hann setti Íslandsmet yfir flesta þrista í sögu efstu deildar í körfubolta. En hvað fór til fjandans? „Þetta var rosalega erfitt en þegar ég horfi til baka þá var þetta mjög gaman. Það voru teknar rangar ákvarðanir. Við leyfum Urald King að fara í eins og hálfs mánaðar fæðingarorlof á miðju tímabili. Við fáum leikmann sem fittaði meira inn í það sem við vorum að gera í PJ þó að Urald líti frábærlega út.“ „Það var góður stígandi og PJ var sendur heim því Urald átti að koma til baka en hann var ekki í sama forminu. Hann meiðist svo og lendum í spíral. Sjálfstraustið var í botni fyrir jól en svo fer PJ, Urald kemur aftur og ég ræddi við Dino, Króatann. Ég spurði hann hvort að við hefðum lent í SpaceJam því maður fann það að eitthvað hafði breyst.“ Brynjar sér ekki eftir að hafa flutt í Skagafjörðinn og hann segir að eftir tímabilið 2017/2018 hafi hann þurft að breyta til. „Þetta var geggjað. Það var frábært að fara þarna norður og upplifa lífið í Skagafirði. Maður á frábæra vini þarna og ég er fullur þakklætis að þeir hafi viljað fá mig norður. Ég kom ferskari til baka. Leið og ég mætti á svæðið þá fann ég fyrir tilfinningunni sem er ástæðan fyrir því að ég er að æfa og spila körfubolta.“ „Ég var búinn að missa hana í KR. 2018 tímabilið í KR var hrein martröð. Tölfræðin mín, tölfræði liðsins og allt sem var í gangi var mjög lélegt. Það er ótrúlegt að við höfum náð að vinna þann Íslandsmeistaratitil það árið. Það er Bjössa Kristjáns að þakka,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar um tímann á Sauðárkróki Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll KR Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn