Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Arnar Geir Halldórsson og skrifa 5. desember 2020 23:21 Mynd úr safni. Jón Þór Hauksson sagðist í samtali við fréttastofu í dag bíða þess að fá að funda með KSÍ og leikmönnum. Þangað til ætlar hann ekki að tjá sig frekar. Vísir Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. Fjallað var um málið á Vísi í gær en Fótbolti.net vakti fyrst athygli á málinu og staðfesti Jón Þór þar að hann hefði átt samtöl við leikmenn sem hefðu ekki átt að eiga sér stað. „Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar," sagði Jón Þór í samtali við Fótbolti.net. Í kjölfarið staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, að sambandið væri með málið til skoðunar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þess beðið að Jón Þór losni úr sóttkví sem hann er í eftir komuna að utan. Í framhaldinu verði fundað með þeim aðilum sem að málinu koma. Bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Jón Þór vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið í gærkvöldi. Hann sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag: „KSÍ hefur sagst vera að skoða málið. Ég vil ekki tjá mig opinberlega um málið fyrr en ég hef fundað með KSÍ og liðinu.” Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og íþróttafréttamaður til margra ára, telja leikmenn kvennalandsliðsins hafa starf hans í hendi sér. Þeir ræddu málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í dag. Sér ekki að Jóni sé stætt í starfi „Maður þykist vera með þokkalega fína mynd af þessu núna. Ég get ekki séð að honum sé stætt áfram í starfi nema að hópurinn allur komi með einhverja yfirlýsingu um að hann sé rétti maðurinn. Maður hefur heyrt að þetta hafi tekið verulega á þær nokkrar,“ segir Tómas. „Miðað við sögurnar er maður ekki að búast við því að sú yfirlýsing sé að koma,“ segir Elvar Geir. „Það yrði skrítið á þessu nýju tímum að maður sem brýtur svona af sér í starfi haldi starfinu. Í raun er það kannski skrýtið að hann sé ekki búinn að segja starfi sínu lausu,“ segir Tómas. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, var með í ferðinni. „Ef Jón Þór er búinn að missa hópinn þá er það bara í höndum KSÍ að fá staðfestingu á því. Ég get ekki séð að það eigi að vera meira mál en að hringja í Söru Björk (Gunnarsdóttur) fyrirliða sem veit nákvæmlega hvað er í gangi innan hópsins. Það hlýtur að vera hægt að heyra bara í henni og taka svo ákvörðun,“ segir Elvar Geir. Upptöku af umræðunni má nálgast hér fyrir neðan. EM 2021 í Englandi KSÍ Fótbolti.net Tengdar fréttir Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Fjallað var um málið á Vísi í gær en Fótbolti.net vakti fyrst athygli á málinu og staðfesti Jón Þór þar að hann hefði átt samtöl við leikmenn sem hefðu ekki átt að eiga sér stað. „Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar," sagði Jón Þór í samtali við Fótbolti.net. Í kjölfarið staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, að sambandið væri með málið til skoðunar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þess beðið að Jón Þór losni úr sóttkví sem hann er í eftir komuna að utan. Í framhaldinu verði fundað með þeim aðilum sem að málinu koma. Bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Jón Þór vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið í gærkvöldi. Hann sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag: „KSÍ hefur sagst vera að skoða málið. Ég vil ekki tjá mig opinberlega um málið fyrr en ég hef fundað með KSÍ og liðinu.” Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og íþróttafréttamaður til margra ára, telja leikmenn kvennalandsliðsins hafa starf hans í hendi sér. Þeir ræddu málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í dag. Sér ekki að Jóni sé stætt í starfi „Maður þykist vera með þokkalega fína mynd af þessu núna. Ég get ekki séð að honum sé stætt áfram í starfi nema að hópurinn allur komi með einhverja yfirlýsingu um að hann sé rétti maðurinn. Maður hefur heyrt að þetta hafi tekið verulega á þær nokkrar,“ segir Tómas. „Miðað við sögurnar er maður ekki að búast við því að sú yfirlýsing sé að koma,“ segir Elvar Geir. „Það yrði skrítið á þessu nýju tímum að maður sem brýtur svona af sér í starfi haldi starfinu. Í raun er það kannski skrýtið að hann sé ekki búinn að segja starfi sínu lausu,“ segir Tómas. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, var með í ferðinni. „Ef Jón Þór er búinn að missa hópinn þá er það bara í höndum KSÍ að fá staðfestingu á því. Ég get ekki séð að það eigi að vera meira mál en að hringja í Söru Björk (Gunnarsdóttur) fyrirliða sem veit nákvæmlega hvað er í gangi innan hópsins. Það hlýtur að vera hægt að heyra bara í henni og taka svo ákvörðun,“ segir Elvar Geir. Upptöku af umræðunni má nálgast hér fyrir neðan.
EM 2021 í Englandi KSÍ Fótbolti.net Tengdar fréttir Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51